EN
PO
Search
Close this search box.

VG í Reykjavík: Opinn hádegisfundur um nýja stefnu Borgarbókasafnsins

28. apríl

Framtíðarbókasafnið – opið rými allra – miðvikudaginn 28.04 í beinu streymi á FB síðu VG

Hugsið ykkur stað þar sem öll eru velkomin og það kostar ekkert inn. Stað þar sem við getum verið við sjálf og leitað athvarfs frá daglegu amstri. Bókasafnið getur verið þessi staður; samfélagsrými og þátttökugátt þar sem við öll deilum sögum, menningu og upplifunum. Vinstri græn í Reykjavík efna til samtals um nýja stefnu Borgarbóksafnsins – opið rými allra. Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður ræðir nýja stefnumótun Borgarbókasafnsins og hlutverk bókasafna í samfélagi örra breytinga.

Fundinum verður streymt frá Facebook-síðu VG í Reykjavík kl. 12:00. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi ræðir þýðingu bókasafna út frá stefnu Vinstri grænna í borginni. Fundarstjóri er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search