PO
EN

Greinar

Verðugur banda­maður?

Í maímánuði 1951 gerði ríkisstjórn Íslands varnarsamning við Bandaríki norður Ameríku. Samningurinn er gerður á grundvelli aðildar Íslands að NATO sem samþykkt var á Alþingi 30. mars 1949. Samningurinn var mjög umdeildur og vegna staðfestingar hans í þinginu brutust út einar verstu óeirðir Íslandssögunnar, slagurinn á Austurvelli 30. mars. Í herverndarsamningnum frá 1951 er m.a. […]

Verðugur banda­maður? Read More »

Virði barna og ung­menna

Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim

Virði barna og ung­menna Read More »

Heil­brigðis­kerfið þarf stjórn­völd með bein í nefinu

Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum

Heil­brigðis­kerfið þarf stjórn­völd með bein í nefinu Read More »

Yfirlýsing Vinstri grænna vegna sprengjuárása Bandaríkjanna á Íran

Vinstrihreyfingin – grænt framboð fordæmir loftárásir Bandaríkjanna á Íran í nótt. Árásirnar eru atlaga að alþjóðalögum og brot á þjóðarétti, þ.m.t. Sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðlegur samtakamáttur og virðing fyrir mannréttindum þurfa að ráða för við lausn á átökum, ekki valdbeiting og ólögmætar hernaðaraðgerðir. VG lýsir miklum áhyggjum yfir aukinni spennu í Mið-Austurlöndum og telur að

Yfirlýsing Vinstri grænna vegna sprengjuárása Bandaríkjanna á Íran Read More »

Tjónaskráin

Á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 var komið á fót tjónaskrá vegna innrásar Rússa í Úkraínu með það að markmiði að Rússar bæti það tjón sem þeir hafa valdið með hernaði sínum. Heildarfjöldi krafna í tjónaskránni eru nú um 35 þúsund talsins. Í dag var haldin málstofa á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og UNICEF

Tjónaskráin Read More »

Ríkis­stjórnar­flokkarnir fylgja Lands­virkjun – gegn Þjórsár­verum

Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út

Ríkis­stjórnar­flokkarnir fylgja Lands­virkjun – gegn Þjórsár­verum Read More »

Friðum Eyjafjörð

Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp

Friðum Eyjafjörð Read More »

VARÚÐ: Lengsti status í heimi!

Umhverfisráðherra ber sér á brjóst eftir umræðu síðustu daga um veitingastaði sem standa í stappi við heilbrigðiseftirlitið. Hann hefur nú auglýst reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda sem gengur út á að fella út starfsleyfisskyldu fyrir ýmis konar rekstur. Mig grunaði hálfpartinn hvað þar myndi leynast… og sjá: sá grunur reyndist réttur! Smá baksaga: Næsta hús við

VARÚÐ: Lengsti status í heimi! Read More »

Stríð, vopnavæðing og hamfarahlýnun 

Á meðan þjóðir heims endurfylla vopnabúrin með fjárhaglegum stuðningi íslenskra stjórnvalda og sprengja sem aldrei fyrr berast fregnir af enn frekari hækkun koltvísýrings í andrúmsloftinu með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem hnattrænar loftslagsbreytingar hafa. Þó mannslíf og þær hræðilegu afleiðingar sem stríðsógnin felur í sér séu alltaf mesti skaði sem hægt er að hugsa sér

Stríð, vopnavæðing og hamfarahlýnun  Read More »

Að­för Vinnu­eftir­lits að hags­munum slasaðra

Vinnueftirlit ríkisins, í daglegu tali kallað Vinnueftirlitið, var sett á laggirnar 1980 á grundvelli laga nr. 46/1980. Forveri Vinnueftirlitsins var Öryggiseftirlit ríkisins sem fjallaði nær eingöngu um öryggi véla og tækja. Við stofnun Vinnueftirlitsins varð mikil breyting á vinnuverndarstarfi, frá því að fjalla eingöngu um öryggismál til þess að fjalla um vinnuvernd í víðum skilningi.

Að­för Vinnu­eftir­lits að hags­munum slasaðra Read More »

Fjöl­skyldan fyrst

Á undanförnum árum hafa kröfur um aukna þjónustu og lengri opnunartíma leikskóla orðið háværari. Kröfur sem oft eru settar fram með skírskotun til þarfa foreldra og atvinnulífs, en sem í raun spegla afturför í réttindum barna og fjölskyldna. Sveigjanlegur opnunartími leikskóla er til að þóknast vinnumarkaðinum fremur en þörfum barna. Jafnrétti kynjanna er notað sem

Fjöl­skyldan fyrst Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search