PO
EN

Greinar

Níu frumvörp félags- og vinnumarkaðsráðherra urðu að lögum í þinginu

Níu frumvörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, urðu að lögum á liðnu þingi, auk þess sem Alþingi samþykkti tillögu ráðherra til þingsályktunar. Fjögur frumvörp urðu að lögum á haustþinginu og má þar nefna lög sem fólu í sér fyrstu hækkun á frítekjumarki örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega í 14 ár. Frítekjumarkið nær tvöfaldaðist og tóku breytingarnar gildi strax […]

Níu frumvörp félags- og vinnumarkaðsráðherra urðu að lögum í þinginu Read More »

Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands

Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands, var birt í samráðsgátt í dag, en frumvarpið á að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Það gleður mig að tilkynna hér með að nú hafa verið birt drög að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands í Samráðsgátt. Hlutverk hennar verður að vinna að því að efla og

Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands Read More »

Orri Páll Jóhannsson, ræða á Alþingi.

Virðulegi forseti, góðir landsmenn. Það felst mikil ábyrgð í því að vera þingmaður. Ábyrgð sem einskorðast ekki við þingstörfin, starfið í stjórnmálaflokkunum eða strauma í stjórnmálunum. Ábyrgð okkar liggur ekki síst í því að hlusta eftir sjónarmiðum, afla gagna, kynna okkur staðreyndir og nálgast málin lausnamiðuð. Við flóknum áskorunum samtímans eru engin einföld svör. Hvort

Orri Páll Jóhannsson, ræða á Alþingi. Read More »

Það er þörf á mark­vissum að­gerðum til að auka þjónustu sér­greina­lækna á lands­byggðinni

Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi. Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum. Því verður að halda áfram að byggja upp og

Það er þörf á mark­vissum að­gerðum til að auka þjónustu sér­greina­lækna á lands­byggðinni Read More »

Dregið hefur úr fátækt á síðustu 20 árum

Dregið hefur úr hlutfalli tekjulágra á Íslandi á síðastliðnum 20 árum. Staðan á Íslandi er með því besta sem þekkist meðal samanburðarlanda sem breytir þó ekki þeirri staðreynd að fátækt er til staðar í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að

Dregið hefur úr fátækt á síðustu 20 árum Read More »

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu

Afkoma ríkissjóðs stórbatnar áfram miðað við fyrri áætlanir samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er afkoma á frumjöfnuði nú 90 milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt síðustu fjárlaga. Til viðbótar við skýra stefnu sem birtist í framlagðri fjármálaáætlun og bætta afkomu ræðst ríkisstjórnin nú í enn frekari aðgerðir til þess að vinna gegn

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu Read More »

Nám fyrir öll!

Um þessar mundir eru þrjú ár síðan ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt og endurskoðun á lögunum og mat á breytingum ætti að standa yfir eins og kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði þeirra. Sýnt er að markmið með breytingum hafa ekki náðst, enn er verið að ræða sömu vandamál og uppi voru í

Nám fyrir öll! Read More »

Til hamingju, sjómenn!

Í gær var sjó­mannadag­ur­inn hald­inn hátíðleg­ur um land allt í 85. skiptið. Ég fékk þann heiður að flytja ávarp á heiðrun­ar­at­höfn sjó­mannadags­ins í Hörpu og það var sér­stak­lega ánægju­legt. Sjáv­ar­út­veg­ur er mátt­ar­stólpi í at­vinnu­lífi okk­ar Íslend­inga. Vel­sæld okk­ar sem þjóðar hef­ur í gegn­um tíðina byggst að miklu leyti á þeim verðmæt­um sem sótt eru á

Til hamingju, sjómenn! Read More »

Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel

Tímabil aðgerðaráætlunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 er nú hálfnað og er tæplega helmingi aðgerða lokið og um 30% komnar vel á veg. Í vikunni fór í loftið gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi fyrir starfsfólk sem starfar með börnum. Netnámskeiðið,

Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel Read More »

Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, skipaði í vetur starfshóp sem falið var að skoða laga- og reglugerðarumhverfi þjónustu vegna ofbeldis og koma með tillögur um hvernig best megi tryggja þá þjónustu sem standa þarf bæði þolendum og gerendum ofbeldis til boða, einkum með tilliti til Istanbúlsamningsins (samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi),

Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum Read More »

Jöfnum stöðu byggðanna með strand­veiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var

Jöfnum stöðu byggðanna með strand­veiðum Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search