Ný framtíð
Fyrsta samráðsþing í málefnum fatlaðs fólks verður haldið á fimmtudaginn í þessari viku í Hörpu í Reykjavík. Á samráðsþinginu verða kynnt drög að tillögum starfshóps fjölda samstarfsaðila um fyrstu landsáætlun um innleiðingu og framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á sama tíma stendur yfir í forsætisráðuneytinu undirbúningur að lögfestingu samningsins og stofnun Mannréttindastofnunar. …