Search
Close this search box.

Greinar

Árangur í skugga heimsfaraldurs

Árið 2021 hefur verið mjög sér­stakt fyrir okkur öll vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, líkt og árið 2020 var. Ég er sann­færður um að 2022 verði okkur betra þó það gefi á bát­inn þessa dag­ana. Okkur hefur á þessum skrítnu tímum tek­ist að verja vel­ferð­ar­kerf­ið, vernda líf og heilsu fólks og styðja við atvinnu­líf og fólkið í land­inu. […]

Árangur í skugga heimsfaraldurs Read More »

Ávarp forsætisráðherra 2021

Það er óþægilegt að vakna við það þegar jörð skelfur enda sækjum við festu okkar í sjálfa jörðina. Íbúar á suðvesturhorni landsins hafa þetta ár vaknað ítrekað við jarðskjálfta. Grindvíkingar hafa þurft að þola mesta návígið og því var það ákveðinn léttir eftir langa slíka hrinu í upphafi árs þegar loks braust út eldgos í

Ávarp forsætisráðherra 2021 Read More »

Farsæld á nýju ári

Önnur áramót í faraldri eru runnin upp og landsmenn allir orðnir lúnir á veirunni skæðu. En þrátt fyrir bakslag skulum við hafa hugfast að margt hefur gengið okkur í haginn í þessari baráttu. Bólusetningar hafa gengið vel og veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Samstaða hefur verið um að leggja traust á vísindin og setja

Farsæld á nýju ári Read More »

Velsæld og verðmætasköpun nýrra tíma

Undanfarin misseri hafa einkennst af óvissu og viðbrögðum við áður óþekktum aðstæðum og verulega hefur reynt á þanþol samfélagsins alls, heilbrigðiskerfið, skólana, atvinnulífið og heimilin. Þrátt fyrir bakslag í faraldrinum með nýju afbrigði sem nú herjar á okkur skulum við hafa hugfast að margt hefur gengið okkur í haginn í þessari baráttu. Bólusetningar hafa gengið

Velsæld og verðmætasköpun nýrra tíma Read More »

Grænni sjávarútvegur

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sem tók til starfa 28. nóv­em­ber 2021 legg­ur áherslu á vernd um­hverf­is­ins og bar­átt­una við lofts­lags­breyt­ing­ar, með sam­drætti í los­un, orku­skipt­um og grænni fjár­fest­ingu. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir að sam­hliða bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar sé það verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að búa sam­fé­lagið und­ir aukna tækni­væðingu og tryggja áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn með því að leggja áherslu

Grænni sjávarútvegur Read More »

Velferðarfjárlög

Gert er ráð fyrir 180 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári, það nemur um 5% af VLF. Þrátt fyrir það gera fjárlög ársins 2022 ráð fyrir áframhaldandi fjárfestingum af hálfu ríkisins, fyrst og fremst í velferðarþjónustu. Ný heilbrigðisstefna til 2030 markar stefnu fyrir heilbrigðiskerfið á komandi árum. Stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið er eins og áður

Velferðarfjárlög Read More »

Loftslagsvænni landbúnaður

Í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er áhersla lögð á bar­átt­una við lofts­lags­breyt­ing­ar og um­hverf­is­vernd. Þar seg­ir meðal ann­ars að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi í um­hverf­is­mál­um á alþjóðavísu. Þróun og ár­ang­ur ís­lensks sam­fé­lags hef­ur byggst á því að skapa jafn­vægi í sam­býli fólks og nátt­úru og á þeim grunni þarf að byggja til

Loftslagsvænni landbúnaður Read More »

Guðrún Ágústa í VG varpinu

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Hafnfirðingur, grunnskólakennari, fyrrum bæjarstjóri og nú nýr svæðisformaður VG í Hafnarfirði og ný í stjórn Hreyfingarinnar er viðmælandi VG varpsins að þessu sinni. Ný stjórn svæðisfélagsins hefur komið inn af krafti og hefur metnaðarfull áform fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Berglind Häsler heimsótti Guðrúnu Ágústu og Nölu, hundinn hennar, í Hafnarfjörðinn. Hér er

Guðrún Ágústa í VG varpinu Read More »

Jódís Skúladóttir flytur jómfrúarræðu. „Ég sé og ég heyri.“

Herra forseti. Það er af mikilli auðmýkt sem ég stend hér í dag og flyt mína jómfrúrræðu. Það eru forréttindi að fá að taka sæti á Alþingi. Ég tek því af mikilli ábyrgð. Ástæðan fyrir því að ég kveð mér hljóðs hér í dag er sú að pósthólfið mitt er yfirfullt af póstum frá fátækum

Jódís Skúladóttir flytur jómfrúarræðu. „Ég sé og ég heyri.“ Read More »

Svandís heimsótti MAST á Selfossi

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsótti Matvælastofnun á Selfossi þar sem hún hitti starfsfólk og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra MAST. Matvælastofnun er undirstofnun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og vinnur að matvælalöggjöf og sinnir lykil eftirliti í samvinnu við ráðuneytið, þvert á alla fæðukeðjuna. Málefnin sem MAST vinnur að snúa því að öllu frá heilbrigði og velferð

Svandís heimsótti MAST á Selfossi Read More »

Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði tekur til starfa

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, sem formann aðgerðahóps stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins um launa­jafn­rétti og jafn­rétti á vinnu­markaði. Hóp­ur­inn var skipaður í september í kjölfar skýrslu sem starfs­hóp­ur um end­ur­mat kvennastarfa skilaði af sér. Verk­efni hins nýja aðgerðahóps er að leggja fram til­lög­ur að aðgerðum til að út­rýma launamun sem skýrist

Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði tekur til starfa Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search