Viðspyrna fyrir Ísland: Viðspyrnustyrkir og stuðningur við atvinnuleitendur, lífeyrisþega, barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða sérstakt viðbótarálag á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári sem koma á til móts við þann stóra hóp sem á næstu mánuðum fellur út af tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Álagið hljóðar uppá 2,5% og kemur til viðbótar þeirri 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2% og þær […]