Sigrún Birna Steinarsdóttir, er nýr formaður Ungra vinstri grænna, kosin á landsfundi UVG um síðustu helgi og tekur við af Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm. Sigrún Birna er nánast jafngömul VG og segja má að hún hafi fæðst inn í hreyfinguna, því hún var smábarn þegar hún fékk eldheitan áhuga á starfi Vinstri grænna. Þá átti hún heima á Akureyrir og hún og pabbi hennar sóttu fundi með Steingrími J. . „Hann var idolið mitt og það sem var sagt var um jöfnuð og náttúruvernd var svo rétt,“ segir Sigrún Birna. Eins og sjá má af kjöri helgarinnar hefur áhuginn síst dofnað, nú hellir Sigrún Birna sér út í slaginn af fullum krafti og ætlar að berjast fyrir Hálendisþjóðgarði, loftslagsmálum, jöfnuði, góðri útlendingastefnu og hún ásamt allri UVG stjórninni ætla að beita sér fyrir því að ungt fólk verði ekki skrautmunir á borði stjórnmálanna, heldur alvöru þátttakendur. Reyndar kann hún vel við sig í stjórnmálum dagsins, með móðurhreyfinguna í ríkisstjórn, því nú þegar sé hægt að hafa meiri alvöru áhrif, með góðu samtali sem UVG á við forystu flokksins, þingmenn og stjórn. Innra með Sigrúnu Birnu býr sunnlenskur þingmaður, landfræðingur og náttúruverndarsinni sem langar til þess að búa úti á landi og helst í ríki Vatnajökulsþjóðgarðs í framtíðinni.
12. Sigrún Birna Steinarsdóttir

Deildu