PO
EN
Search
Close this search box.

15. Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Deildu 

Ávarpið
Ávarpið
15. Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Loading
/

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, er gestur VG varpsins að þessu sinni. Það er við hæfi því það er flokksráðsfundur um helgina og líkt og hefð er fyrir stýrir varaformaður fundi. Nú þegar langt er liðið á kjörtímabilið vil ég byrja á því að spyrja, hvað stendur upp úr fram til þessa?

„Í mínum málaflokki finnst mér það klárlega vera sú staðreynd að loftslagsmálunum er nú loksins sinnt af krafti. Við erum byrjuð að sjá árangur í því að draga úr losun samkvæmt bráðabirgðartölum Umhverfisstofnunar og höfum sett fjöldann allan af málum af stað við það að draga enn meira úr losun og mótað okkur skýra stefnu um hvernig við náum kolefnishlutleysi árið 2040. Það hefur verið ráðist í átak í friðlýsingum líka og þar ber helst að nefna Geysir sem er alveg ótrúlegt að hafi ekki verið friðlýstur, Goðafoss og mörg önnur svæði. Svo er það vinnan við Hálendisþjóðgarð. En ég verð líka að fá að nefna aðgerðir varðandi plast og að koma í veg fyrir markaðssetningu á einnota óþarfa plasti sem er í rauninni ekkert annað en óþarfa drasl. En síðan náttúrlega standa upp úr mál eins og endurskoðun á þungunarrofslöggjöfinni, framlenging á fæðingarorlofi í 12 mánuði, þriggja þrepa skattkerfi sem að nýtist best þeim sem mest hafa á milli handanna, réttarbætur fyrir hinsegin fólk, sérstaklega transfólk og svona mætti lengi telja. Hvað varðar heilbrigðiskerfið þá hefur verið dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga, komið á geðheilbrigðisteymum, stórátak í hjúkrunarheimilum – ótrúlega margt að gerast þar líka. Og svo líka bara Covid. Að sjálfssögðu, viðbrögðin við Covid sem mér hafa fundist vera mjög skipulögð og góð, það að stjórnvöld hafi þorað að leyfa vísindamönnum að draga vagninn og taka mark á vísindamönnum og fylgja þeim og ég held að það sé að skila okkur árangri. Vonandi náum við að halda þessum árangri þangað til að það er búið að bólusetja nógu marga til þess að þessi vá sé farin úr okkar samfélagi.“

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð hefur verið lagt fyrir Alþingi og mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning málsins.

„Já það mál hefur verið í undirbúningi í mínu ráðuneyti í bráðum 5 ár en mikill kraftur hefur verið settur í það á þessu kjörtímabili. Við erum búin að leggja fram á þinginu frumvarp og þar erum við auðvitað að horfa til þess að ná vernda fyrir komandi kynslóðir stærstu víðerni Evrópu, ómetanlega náttúru sem er erfitt að finna á þó ekki stærra svæði jafn mikinn fjölbreytileika og andstæður í landslagi, jarðmyndunum og gróðurfari, þannig að þetta er alveg einstakt tækifæri fyrir okkur, þetta er líka tækifæri fyrir byggðirnar, því að hugmyndin er að byggja gestastofur á láglendi, hringinn í kringum garðinn sem að eflir ferðaþjónustu og skapar líka opinber störf heima í héraði. Svo er þetta líka svo mikið ímyndarmál fyrir Ísland, að vera með stærsta þjóðgarð í Evrópu er aðdráttarafl hvort sem að fólk endar á því að fara þangað, upp á hálendið, eða ekki þannig að ég held að þetta skipti líka miklu máli fyrir ferðaþjónustuna þegar hún þarf að rífa sig upp úr Covid-faraldrinum.“

En hvað hefur komið Mumma mest á óvart við pólitíkina?

„Ég er kannski heppinn, ég er nú stofnfélagi í VG, gekk til liðs við VG út af umhverfis- og náttúruverndarmálum. Ég starfaði sem kosningastjóri í gamladaga þannig að ég kynntist þessu aðeins þegar ég var aðeins yngri og ég held að maður búi alltaf að því. Maður veit að það eru skin og skúrir í pólitíkinni, en ég veit það ekki, hvað hefur komið mest  á óvart, kannski fyrst og fremst eitthvað sem hefur komið manni ánægjulega á óvart – auðvitað getur alveg verið erfitt að sitja undir mikilli gagnrýni og svo framvegis það er bara mannlegt en það styrkir mann líka og það að finna fyrir stuðningi flokksfélaga en líka fólks sem er einhversstaðar allt annarsstaðar í pólitík heldur en maður sjálfur og það er eitthvað sem ég finn svo mikið fyrir í mínum málaflokki er að svona almennur stuðningur við náttúruvernd og við loftlagsmál hefur aukist svo gríðarlega mikið að maður finnur fyrir stuðningi frá miklu miklu fleirum heldur en kannski var áður, það kom kannski – ég veit ekki hvort það kom mér á óvart en það hefur verið mjög ánægjuleg reynsla að finna fyrir því.“

Það er ljóst að verkefnin framundan eru ærin, hvað ber helst að nefna?

„Í pólitíkinni er náttúrlega framboð og kosningar en líka þessi verkefni sem við eigum ennþá eftir að klára á kjörtímabilinu. Framundan er auðvitað líka að komast út úr kórónuveirufaraldrinum og það þurfum við að gera sem þjóð eins og við höfum staðið saman hingað til – skiptir gríðarlega miklu máli. Það er kannski þrennt sem hefur hjálpað okkur hvað mest í Kórónuveirufaraldrinum. Við erum með sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, við höfum treyst á leiðsögn vísindamanna og þjóðin hefur hreinlega staðið saman í öllum grundvallaratriðum. Það er það sem skiptir máli við að halda þessum smitum niðri og þannig komumst við í gegnum þetta.“

Flokksráðfundur VG verður haldinn 29. til 30. Janúar, hvernig fundi má búast við?

„Ég náttúrlega geri ráð fyrir mjög skemmtilegum og góðum fundi eins og alltaf þegar VG félagar koma saman. Þessi fundur er í rauninni undirbúningsfundur fyrir landsfund sem haldinn verður í mars. Þarna verður fyrst og fremst farið yfir drög að málefna áherslum sem að málefnahópar hafa verið að vinna í núna í all langan tíma þannig að ég held að þetta verði bara virkilega skemmtilegt að sjá hvað kemur upp úr grasrótinni og svona þær áherslur sem við munum setja á núna í aðdraganda kosninga. Þannig að ég hlakka bara virkilega til – ég held að þetta verði mjög gaman. Þó svo að ég sakni þess svolítið að fá ekki að hitta félagana en við hittumst bara á skjánum, það er alveg hægt að hafa gaman þar líka.“

Fleiri þættir

Svandís um bakpokann, pólitíkina og hættuna frá hægri

Ályktun til Marx um að fundurinn hafi náð til Róta flokksins

Hvað eiga breytingar á ályktun, heimabruggað Hiroshima og fúlir bakaríiskallar sem hræðast konur, sameiginlegt? Allt kemur þetta við sögu í Ávarpi vikunnar, þar sem Bjarki Hjörleifsson setur á sig stjórnmálafræðiprófessorahattinn og útskýrir fyrir Sunnu Valgerðardóttur hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Þau fara yfir nýafstaðinn landsfund VG um síðustu helgi, skoða breytingarnar sem umtalaðasta ályktun síðari ára tók á fundinum og sögðu nokkra brandara við gífurlega góðar undirtektir hjá þeim sjálfum.

Landsfundasögur leikarans og dýrahirðisins

Það er búist við góðri stemningu, gleði og átökum á komandi landsfundi VG. Von er á hátt í 300 manns í Safamýrina um helgina, þar sem bæði verður litið um öxl en sömuleiðis horft fram á við. Svona eins og stjórnmálafólk gerir. Sunna Valgerðardóttir og Bjarki Hjörleifsson ræða við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann VG og fyrrverandi dýrahirði, og Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, skrifstofu- og viðburðarstjóra, leikara og fyrrverandi flugfreyju, um landsfundi fortíðarinnar, hvað sé svona merkilegt við þá og við hverju megi búast.

Konur, krem og Kárahnjúkar

Ávarpið snýr aftur með seríu númer tvö eftir stutt en viðburðaríkt hlé. Fyrsti gestur þáttarins er konan sem stýrir Kvenréttindafélagi Íslands. Hún var einu sinni doktorsnemi í lífefnafræði, svo varð hún doktor og fór að vinna með prótein til að gera krem og serum hjá einu virtasta snyrtivöruframleiðanda Evrópu. Svo ákvað hún að helga sig náttúrunni og varð framkvæmdastjóri Landverndar. Hún ræðir við Bjarka Hjörleifsson og Sunnu Valgerðardóttur um eina snyrtidótið sem virkar í alvörunni, sárið sem Kárahnjúkadeilan skildi eftir sig, skógrækt, kolefnisjöfnunaræði Íslendinga, tradwives, hrútana í landbúnaðinum og skort á skilningi þeirra sem ráða. Og birkitréð sem mamma hennar felldi.

„Áframhaldandi endurreisn millifærslukerfa sem jafna stöðu fólks“

Karlakór alþýðunnar snýr aftur. Bjarki fær til sín nafna sinn dr. Bjarka Þór Grönfeldt og Kára Gautason en þeir ræða m.a. málfrelsi, Eurovision, ójöfnuð, vistarbönd, lýðheilsu, kjarasamninga, endurreisn millifærslukerfanna og því að það er hreint orsakasamband milli þess að VG sé í ríkisstjórn og að tekjujöfnuður aukist í landinu.

Ragnar Auðun nýr framkvæmdastjóri VG

Bjarki Hjörleifsson ræðir við Ragnar Auðun Árnason nýjan framkvæmdastjóra Vinstri grænna. Bjarki og Ragnar ræða hin ýmsu mál í hlaðvarpsþættinum t.a.m. Norræn stjórnmál, þátttöku í félagsstarfi og uppgang hægri öfgaflokka.

„Afhverju erum við eiginlega að kenna dönsku?“

Í Ávarpinu að þessu sinni ræðir Bjarki við þær Hólmfríði Árnadóttur og Álfhildi Leifsdóttur, kennara, um dönsku, möguleika nemenda til að hafa áhrif á eigin menntun, tækniframfarir og símanotkun, PISA, bölsýni fjölmiðla á æskuna björtu og hlutverk menntakerfisins í stóru myndinni.

„Ég held það sé innri mótsögn í þessu fyrir hægri flokka“

Bjarki fær til sín nafna sinn dr. Bjarka Þór Grönfeldt og Kára Gautason. Karlakór alþýðunnar ræðir samfélagsmiðla og áhrif þeirra á daglegt líf, hamstrahjól hversdagsins og skírlífi gegn eigin vilja (incels) en Bjarki Þór hefur rannsakað það fyrirbrigði á síðustu árum. Þeir hefja umræðuna á komandi kosningaári en um 70 kosningar fara fram víða um heim á þessu ári, m.a. forsetakosningar í Bandaríkjunum, á Ísland og í Rússlandi.

„Baráttan fyrir friði verður alltaf að vera lifandi“

Steinunn Þóra Árnadóttir þingkona Vinstri grænna og Bjarki Hjörleifs ræða um nútíma stríð, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, mikilvægi friðarhreyfingarinnar og uggvænlegar tækniframfarir í hernaði.

„Við þurfum að snúa frá þessu kaupa, nota, henda fyrirkomulagi“

Af hverju eru settir vondir molar í Mackintosh? Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta og viðskiptaþróunarstjóri Sorpu, ræðir við Bjarka um svartan föstudag, gerviþörf, breytt neyslumynstur og hvernig það er ekki alltaf allt eins og það sýnist í endurvinnslunni.

„Íþróttahreyfingin á ekki að fá neinn afslátt“

Bjarki spyr Önnu Þorsteinsdóttur þjóðgarðsvörð, fótboltakonu, friðarsinna, femínista og umhverfissinna hvort allir vinstrimenn séu anti-sportistar. Anna hélt þrumuræðu á Austurvelli á dögunum vegna liðs Breiðabliks við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þau ræða um íþróttir, keppnisskap og pólitíkina í stóru myndinni.

33. Nanný Arna Guðmundsdóttir – bæjarfulltrúi Í-listans á Ísafirði

32. Álfhildur Leifsdóttir – oddviti VG í Skagafirði

31. Thelma Dögg Harðardóttir – oddviti VG í Borgarbyggð

30. Aldey Unnar Traustadóttir – oddviti VG og óháðra í Norðurþingi

29. Sigurður Torfi Sigurðsson – oddviti VG í Árborg

28. Davíð Arnar Stefánsson – oddviti VG í Hafnarfirði

27. Ólafur Þór Gunnarsson – oddviti Vinstri grænna í Kópavogi

26. Líf Magneudóttir – Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík

25. Orri Páll Jóhannsson – Þingflokksformaður VG

24. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

23. Elín Björk Jónasdóttir

22. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

21. Bjarni Jónsson

20. Steinunn Þóra Árnadóttir

19. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar

18. Kári Gautason

17. Óli Halldórsson

16. Elín Oddný Sigurðardóttir

14. Líf Magneudóttir

13. Katrín Jakobsdóttir

12. Sigrún Birna Steinarsdóttir

11. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm

10. Jódís Skúladóttir, oddviti framboðs Vinstri grænna á Austurlandi

9. Kolbeinn Óttarsson Proppé

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search