Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, heimsótti Austurland 1. júlí. Katrín hélt opinn fund á Seyðisfirði og á Djúpavogi, tveimur sveitarfélögum af fjórum sem senn sameinast og að öllum líkindum undir nafninu Múlaþing. Hin tvö eru Borgarfjörður eystri og Fljótsdalshérað.
Berglind Häsler er umsjónamaður VG-varpsins að þessu sinni. Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélgi 19. september og býður VG fram. Berglind ræddi við Katrínu um kosningarnar framundan á leið þeirra frá Seyðisfirði til Djúpavogs.