Samkomubann „Nú er það verkefni okkar allra að fylgja fyrirmælunum og hjálpast að. … Gangi öllum sem best sem eru að glíma við stórar breytingar á sínum högum og daglegu lífi.“
Í lok síðustu viku kynnti ég ákvörðun mína um að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur í fjórar vikur, frá og með 16. mars. Tilgangurinn er að hefta útbreiðslu COVID19-sjúkdómsins, verja heilsu fólks og viðhalda starfsgetu heilbrigðiskerfisins meðan á faraldri stendur og er ákvörðunin tekin að tillögu sóttvarnalæknis. Samhliða samkomubanni verður skólahald takmarkað í […]