PO
EN

Greinar

Orri Páll

Orri Páll tekur sæti á Alþingi

Í dag, mánudaginn 25. nóvember tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé. Orri Páll er aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra. Orri Páll er er með B.Sc.-gráðu í vist­fræði og nátt­úru­vernd frá Líf­vís­inda­há­skóla Nor­egs (UMB), bú­fræðing­ur frá Land­búnaðar­há­skól­an­um á Hvann­eyri og stúd­ent af ný­mála­braut Mennta­skól­ans við Hamra­hlíð.  Hann hefur verið varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis […]

Orri Páll tekur sæti á Alþingi Read More »

Brýnt verkefni

Það hefur lengi verið brýnt verkefni, en sennilega aldrei jafn brýnt og nú, að vinna gegn óhóflegri samþjöppun í sjávarútvegi. Í dag segja reglur til um að engin útgerð megi eiga nema 12% af kvótanum, en ég velti því fyrir mér hvort þau mörk séu ekki of há og tel að í komandi endurskoðun á

Brýnt verkefni Read More »

Bætum heilsulæsi

Öflug lýðheilsa er for­senda fyr­ir heil­brigðu og góðu sam­fé­lagi. Góð heilsa og líðan sem flestra leiðir af sér gott sam­fé­lag. Heilsu­læsi er mik­il­væg­ur áhrifaþátt­ur góðrar heilsu, en heilsu­læsi er í stuttu máli geta fólks til að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um eigið heilsu­far. Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in, WHO, skil­grein­ir heilsu­læsi á eft­ir­far­andi hátt: Heilsu­læsi ger­ir fólki kleift að taka

Bætum heilsulæsi Read More »

Lilja Rafney ávarpar Heimsþing kvenleiðtoga

Lilja Rafney Magnúsdóttir ávarpaði Heimsþing kvenleiðtoga, World Political Leaders nú áðan. Hér fylgir ávarpið bæði á íslensku og ensku. Kæra samstarfsfólk. Dagurinn í dag hefur verið virkilega hvetjandi – takk fyrir að koma alla leið til Íslands á þennan viðburð. Ég ásamt samþingkonu minni Önnu Kolbrúnu Árnadóttur átti þess kost að sækja Summit WPL í

Lilja Rafney ávarpar Heimsþing kvenleiðtoga Read More »

stjórnarráð

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka traust á íslensku atvinnulífi

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til eftirfarandi aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi: 1. Auka gagnsæi í rekstri stærri óskráðra fyrirtækjaUndirbúningur er hafinn að lagafrumvarpi um ríkari upplýsingaskyldu hlutfallslega stórra fyrirtækja sem geta haft kerfislæg áhrif í íslensku efnahagslífi. Til skoðunar er að gera ríkari kröfur til

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka traust á íslensku atvinnulífi Read More »

Frá stál­þræði til gervi­greindar

Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í

Frá stál­þræði til gervi­greindar Read More »

KJ alþingi 19

„Það verður ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur, það hefur afleiðingar ef lögum er ekki fylgt.“

Smári McCarthy átti frumkvæði að umræðum á Alþingi um spillingu  og sagði hann í ræðu sinni  að spilling þrifist í öllum löndum heims. Hann fullyrti að Ísland væri skárra en mörg önnur lönd. Ráðist hefði verið í aðgerðir til að bæta regluverkið. „Við höfum staðið okkur mjög vel og ég vil meina að hæstvirtur forsætisráðherra hafi

„Það verður ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur, það hefur afleiðingar ef lögum er ekki fylgt.“ Read More »

Ný stjórn VG á Suðurnesjum og opinn fundur með varaformanni VG

Aðalfundur VG á Suðurnesjum var haldinn í gærkvöld. Hólmfríður Árnadóttir var kosin formaður og tekur hún við af Dagnýju Öldu Steinsdóttur sem gegnt hefur embættinu síðustu árin. Að loknum aðalfundi var haldinn opinn umræðufundur með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra og varaformanni VG. VG á Suðurnesjum er fyrsta félagið sem varaformaðurinn heimsækir eftir að hann var

Ný stjórn VG á Suðurnesjum og opinn fundur með varaformanni VG Read More »

Starfsstjórn tekin við Reykjalundi

Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður starfsstjórnarinnar

Starfsstjórn tekin við Reykjalundi Read More »

Húsnæðismál á réttri leið

Rík­is­stjórn­in setti sér þau mark­mið í stjórn­arsátt­mála að beita sér fyr­ir um­bót­um í hús­næðismál­um og bæta aðgengi að ör­uggu hús­næði, m.a. með upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næðis. Það var gert í ljósi þess að þró­un­in hafði verið sú að afar erfitt ástand hafði skap­ast á leigu­markaði og mikl­ar hindr­an­ir stóðu í vegi þeirra sem vildu kom­ast af

Húsnæðismál á réttri leið Read More »

Minnkum skaða

Hugmyndafræði skaðaminnkunar verður sífelld útbreiddari. Alþjóðlegu samtökin um skaðaminnkun hafa skilgreint skaðaminnkun sem stefnu, verkefni eða verklag sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna án þess endilega að draga úr vímuefnanotkun. Það sem einkennir þessa leið er áherslan á að fyrirbyggja skaða

Minnkum skaða Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search