Máttur menntunar
Það hefur lengi verið sagt að menntun sé máttarstólpi samfélagsins. Fjöreggið. Skólakerfið okkar á að vera öflugasta jöfnunartækið, þar eiga allir að hafa sömu tækifærin. En er það svo? Við getum vissulega fagnað þeim breytingum að fríar skólamáltíðir verða að veruleika, aðgerð sem jafnar leikinn að einhverju leyti og er breyting til batnaðar fyrir öll. […]