Ný stjórn kjörin í VG Hafnarfirði
Aðalfundur Vinstri grænna í Hafnarfirði var haldinn í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, var sérstakur gestur fundarins. Ný stjórn var kjörin og línur lagðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Nýr formaður félagsins er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Með henni í stjórn eru Davíð Arnar Stefánsson, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Gestur Svavarsson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir.
Ný stjórn kjörin í VG Hafnarfirði Read More »











