Þóra Elfa er Borgfirðingur, kennari og draumráðningakona. Hún var fyrsta konan til að ljúka sveinsprófi sem setjari og starfað húni við ýmsar prentsmiðjur eftir að hún lauk námi en starfaði lengst af við kennslu í bókiðngreinum við Iðnskólann í Reykjavík frá árinu 1982 – 2008. Í hverjum mánuði yfir vetrartímann undirbýr hópur Eldri vinstri grænna fjölmennustu fundi sem haldnir eru á vegum hreyfingarinnar. Þar er Þóra Elfa ein af aðalsprautunum í því starfi og mætir með félögum sínum á skrifstofuna og undirbýr póstsendingar til félaga og uppsker yfirleitt marga tugi gesta á menningarsamkomur EVG.
5. Þóra Elfa Björnsson
Deildu
Fleiri þættir
„Áframhaldandi endurreisn millifærslukerfa sem jafna stöðu fólks“
Karlakór alþýðunnar snýr aftur. Bjarki fær til sín nafna sinn dr. Bjarka Þór Grönfeldt og Kára Gautason en þeir ræða m.a. málfrelsi, Eurovision, ójöfnuð, vistarbönd, lýðheilsu, kjarasamninga, endurreisn millifærslukerfanna og því að það er hreint orsakasamband milli þess að VG sé í ríkisstjórn og að tekjujöfnuður aukist í landinu.
„Afhverju erum við eiginlega að kenna dönsku?“
Í Ávarpinu að þessu sinni ræðir Bjarki við þær Hólmfríði Árnadóttur og Álfhildi Leifsdóttur, kennara, um dönsku, möguleika nemenda til að hafa áhrif á eigin menntun, tækniframfarir og símanotkun, PISA, bölsýni fjölmiðla á æskuna björtu og hlutverk menntakerfisins í stóru myndinni.
„Ég held það sé innri mótsögn í þessu fyrir hægri flokka“
Bjarki fær til sín nafna sinn dr. Bjarka Þór Grönfeldt og Kára Gautason. Karlakór alþýðunnar ræðir samfélagsmiðla og áhrif þeirra á daglegt líf, hamstrahjól hversdagsins og skírlífi gegn eigin vilja (incels) en Bjarki Þór hefur rannsakað það fyrirbrigði á síðustu árum. Þeir hefja umræðuna á komandi kosningaári en um 70 kosningar fara fram víða um heim á þessu ári, m.a. forsetakosningar í Bandaríkjunum, á Ísland og í Rússlandi.
„Við þurfum að snúa frá þessu kaupa, nota, henda fyrirkomulagi“
Af hverju eru settir vondir molar í Mackintosh? Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta og viðskiptaþróunarstjóri Sorpu, ræðir við Bjarka um svartan föstudag, gerviþörf, breytt neyslumynstur og hvernig það er ekki alltaf allt eins og það sýnist í endurvinnslunni.
„Íþróttahreyfingin á ekki að fá neinn afslátt“
Bjarki spyr Önnu Þorsteinsdóttur þjóðgarðsvörð, fótboltakonu, friðarsinna, femínista og umhverfissinna hvort allir vinstrimenn séu anti-sportistar. Anna hélt þrumuræðu á Austurvelli á dögunum vegna liðs Breiðabliks við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þau ræða um íþróttir, keppnisskap og pólitíkina í stóru myndinni.