Þóra Elfa er Borgfirðingur, kennari og draumráðningakona. Hún var fyrsta konan til að ljúka sveinsprófi sem setjari og starfað húni við ýmsar prentsmiðjur eftir að hún lauk námi en starfaði lengst af við kennslu í bókiðngreinum við Iðnskólann í Reykjavík frá árinu 1982 – 2008. Í hverjum mánuði yfir vetrartímann undirbýr hópur Eldri vinstri grænna fjölmennustu fundi sem haldnir eru á vegum hreyfingarinnar. Þar er Þóra Elfa ein af aðalsprautunum í því starfi og mætir með félögum sínum á skrifstofuna og undirbýr póstsendingar til félaga og uppsker yfirleitt marga tugi gesta á menningarsamkomur EVG.
5. Þóra Elfa Björnsson

Deildu