Svandís Egilsdóttir, skólastjóri á Seyðisfirði er nýr formaður í nýju svæðisfélagi VG í nýju sveitarfélagi á Austurlandi, þar sem VG býður fram nýjan hreinan VG-lista. Formaðurinn Svandís tekur virkan þátt í kosningabaráttunni með liði sínu í VG-félaginu og hún er sjálf í sjötta sæti framboðslistans. VG hélt fjölmennan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni VG, í byrjun júlí, en hann sóttu hátt í fimmtíu manns á miðjum sólar- og vinnudegi. Fundasóknin er vonandi til marks um mikinn áhuga fólks á VG bæði í landsmálum og sveitarstjórnarmálum, því þetta er stærsti VG-fundurinn sem haldinn hefur verið frá því kórónuveiran sló út öll venjuleg fundahöld. En Svandís og félagar láta ekki þar við sitja. Virknin í nýja félaginu er mikil og næst á dagskránni er fjallagrasaferð frá Laugarfelli, laugardaginn 18.júlí n.k. Í þessa ferð mætir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og varaformaður VG, svo einnig þar verður um nóg að spjalla. Gangan hefst klukkan 13:00 við gistihúsið að Laugarfelli og kaffi um klukkan 16:00. Hún er öllum opin og hægt verður að fara í laugina líka. Svandís Egilsdóttir og félagar í stjórn hefur margt fleira á prjónunum til að styrkja böndin og efla tengslin í nýja félaginu.
8. Svandís Egilsdóttir, formaður svæðisfélags VG á Austurlandi

Deildu