Guðrún Hallgrímsdóttir fæddist árið 1941 hún lauk prófi í matvælaverkfræði frá Humboldt háskóla í Berlín árið 1968. Guðrún hefur gegnt margvíslegum stjórnunar- og trúnaðarstörfum á vegum hins opinbera og einkafyrirtækja. Hún hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum og var ein af stofnendum Rauðsokkuhreyfingarinnar. Hún var varaþingmaður og tók sæti á Alþingi um tíma. Kvenfrelsisbarátta, friðar- og umhverfismál hafa alla tíð verið henni hugleikin.
Guðrún hóf starfsferil sinn sem forstöðumaður rannsóknarstofu Búvörudeildar SÍS. Á árunum 1977-79 var Guðrún iðnþróunarfulltrúi hjá Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg. Eftir að hún kom heim aftur starfaði hún í iðnaðarráðuneytinu, var forstöðumaður hjá Ríkismati sjávarafurða, sjávarútvegsráðuneytinu svo eitthvað sé nefnt.