Þáttur 1: Almannavarnaástand er ekki pólitískt ástand

Þáttur 1: Almannavarnaástand er ekki pólitískt ástand

 
 
00:00 / 19:27
 
1X
 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er fyrsti gestur VG-varpsins. Svandís fer yfir atburðarásina sem fór af stað þegar ljóst var afleiðingar Covid-19 faraldursins yrðu alvarlegri en talið var í fyrstu. Viðbrögð stjórnvalda hér á landi hafa vakið mikla athygli á heimsvísu og ekki síst fyrir þær sakir að hér var ákveðið strax í upphafi að hlusta og fara eftir faglegum leiðbeiningum. Víðast hvar annarsstaðar hafa stjórnmálamenn átt sviðið og sú leið hugnast Svandísi ekki. Hún segir almannavarnaástand ekki pólitískt ástand, þó svo að vissulega beri hún, sem ráðherra heilbrigðismála, ábyrgð á þeim ákvörðunum sem séu teknar.

Þetta er fyrsti hlaðvarpsþáttur VG. Markmiðið með VG-varpinu er að hefja sig upp fyrir umræðu líðandi stundar og ræða frekar stóru myndina, hvert við viljum stefna. Berglind Häsler, Björg Eva Erlendsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir eru umsjónamenn þáttanna.

Berglind stýrir fyrsta þætti og talar við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.

Fleiri þættir

Þáttur 4: Pétur Heimisson

Þáttur 3: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Þáttur 2: Umhverfisráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.