Þáttur 2: Umhverfisráðherra

Þáttur 2: Umhverfisráðherra

 
 
00:00 / 19:39
 
1X
 

VG varpið heilsar ykkur að nýju, 25. Apríl á degi umhverfisins. Þetta er annar þáttur VG-varpsins. Og gesturinn á þessum degi er auðvitað Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, eða Mummi sem hann heitir í okkar hópi, í Landvernd og meðal vina sinna úr náttúruverndinni. Mummi er ekki aðeins umhverfisráðherra, heldur var hann líka kosinn varaformaður VG á landsfundi fyrir hálfu ári. Á þeim vettvangi er mikið verk að vinna, nú þegar kosningar eru á næsta leiti, en þær verða á næsta ári 2021. Varaformaður VG lýsir hér sinni sýn að þau stóru verkefni sem við honum blasa og verið er að vinna í. Og meðan þú hlustar á VG-varpið ágæti félagi, er líklegt að viðmælandi okkar sé á ferð og flugi víða um land, að plokka rusl og friðlýsa náttúruperlur. Og ekki nóg með það, Mummi ráðherra ætlar að ferðast innanlands í sumar, um hálendið þar sem Miðhálendisþjóðgarður er á teikniborðinu, en líka á láglendi þar sem enn er verið að friðlýsa merkilega staði, eins og Geysi, Brennisteinsfjöll og margar fleiri náttúruperlur.

Fleiri þættir

Þáttur 4: Pétur Heimisson

Þáttur 3: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Þáttur 1: Almannavarnaástand er ekki pólitískt ástand

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.