Þáttur 3: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Þáttur 3: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

 
 
00:00 / 22:29
 
1X
 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er þingflokksformaður Vinstri Grænna á Alþingi og hún er gestur þriðja Hlaðvarps Vinstri grænna vorið 2020.  Að vera þingflokksformaður á covid tímum er stórfurðuleg lífsreynsla og Bjarkey segist vera komin ferköntuð augu eins og tölvuskjái eftir alla fjarfundina. Sjálf var Bjarkey sem sveitarstjórnarmaður í heimabyggð sinni snemma farin að nota fjarfundabúnað meira en flestir.  En óslitið fjarfundalíf, vegna smithættu,  við allt og alla og fólk í næstu húsum er ný reynsla.

Sem verkstjóri þingflokks fagnar Bjarkey því að eðlilegri tímar færðast nú nær með nýlegri rýmkun á samkomubanni. Þingið er að komast á fullt skrið aftur og þingflokksformaður VG hlakkar mikið til þess að takast á við þau fjölbreytilegu mál sem bíða og fara að krafti inn í þingsumarið, sem hennar vegna má vera bæði langt og óslitið.

Bjarkey er líka ánægð með að hitta þingflokkinn sinn aftur í raunheimum, þannig er betra að halda hópnum samstilltum, sjá hvernig fólki líður, lesa í líkamstjáningu og halda fólki saman sem heild. Stóran hluta af tjáningu vantar þegar fólk horfir í tölvuskjá.

Bjarkey segir að brýnt sé að koma í gegn stórum málum ríkisstjórnarinnar, eins og Miðhálendisþjóðgarði og fleiri málum umhverfisráðherra fyrir kosningar. Öll mál ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn þyrftu að ná í gegn fyrir kosningar. Á þessum tímum sé mikilvægt að VG sé við stjórnvölinn til að verja velferðarkerfið okkar og innviði samfélagsins. VG eigi margt ógert í ríkisstjórn og við það muni komandi kosningabarátta 2021 miðast.

Fleiri þættir

Þáttur 4: Pétur Heimisson

Þáttur 2: Umhverfisráðherra

Þáttur 1: Almannavarnaástand er ekki pólitískt ástand

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.