3. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna

Deildu 

VG varpið
VG varpið
3. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna
/

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er þingflokksformaður Vinstri Grænna á Alþingi og hún er gestur þriðja Hlaðvarps Vinstri grænna vorið 2020.  Að vera þingflokksformaður á covid tímum er stórfurðuleg lífsreynsla og Bjarkey segist vera komin ferköntuð augu eins og tölvuskjái eftir alla fjarfundina. Sjálf var Bjarkey sem sveitarstjórnarmaður í heimabyggð sinni snemma farin að nota fjarfundabúnað meira en flestir.  En óslitið fjarfundalíf, vegna smithættu,  við allt og alla og fólk í næstu húsum er ný reynsla.

Sem verkstjóri þingflokks fagnar Bjarkey því að eðlilegri tímar færðast nú nær með nýlegri rýmkun á samkomubanni. Þingið er að komast á fullt skrið aftur og þingflokksformaður VG hlakkar mikið til þess að takast á við þau fjölbreytilegu mál sem bíða og fara að krafti inn í þingsumarið, sem hennar vegna má vera bæði langt og óslitið.

Bjarkey er líka ánægð með að hitta þingflokkinn sinn aftur í raunheimum, þannig er betra að halda hópnum samstilltum, sjá hvernig fólki líður, lesa í líkamstjáningu og halda fólki saman sem heild. Stóran hluta af tjáningu vantar þegar fólk horfir í tölvuskjá.

Bjarkey segir að brýnt sé að koma í gegn stórum málum ríkisstjórnarinnar, eins og Miðhálendisþjóðgarði og fleiri málum umhverfisráðherra fyrir kosningar. Öll mál ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn þyrftu að ná í gegn fyrir kosningar. Á þessum tímum sé mikilvægt að VG sé við stjórnvölinn til að verja velferðarkerfið okkar og innviði samfélagsins. VG eigi margt ógert í ríkisstjórn og við það muni komandi kosningabarátta 2021 miðast.

Fleiri þættir

33. Nanný Arna Guðmundsdóttir – bæjarfulltrúi Í-listans á Ísafirði

32. Álfhildur Leifsdóttir – oddviti VG í Skagafirði

31. Thelma Dögg Harðardóttir – oddviti VG í Borgarbyggð

30. Aldey Unnar Traustadóttir – oddviti VG og óháðra í Norðurþingi

29. Sigurður Torfi Sigurðsson – oddviti VG í Árborg

28. Davíð Arnar Stefánsson – oddviti VG í Hafnarfirði

27. Ólafur Þór Gunnarsson – oddviti Vinstri grænna í Kópavogi

26. Líf Magneudóttir – Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík

25. Orri Páll Jóhannsson – Þingflokksformaður VG

24. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

23. Elín Björk Jónasdóttir

22. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

21. Bjarni Jónsson

20. Steinunn Þóra Árnadóttir

19. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar

18. Kári Gautason

17. Óli Halldórsson

16. Elín Oddný Sigurðardóttir

15. Guðmundur Ingi Guðbrandsson

14. Líf Magneudóttir

13. Katrín Jakobsdóttir

12. Sigrún Birna Steinarsdóttir

11. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm

10. Jódís Skúladóttir, oddviti framboðs Vinstri grænna á Austurlandi

9. Kolbeinn Óttarsson Proppé

8. Svandís Egilsdóttir, formaður svæðisfélags VG á Austurlandi

7. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG

6. Pétur Hrafn Árnason höfundur Hreyfing rauð og græn

5. Þóra Elfa Björnsson

4. Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands

2. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og varaformaður VG

1. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.