Yfirlýsing þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs vegna innrásar tyrkneska hersins inn í Norður-Sýrland.
Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir harðlega innrás tyrkneska hersins inn í Norður-Sýrland. Það er ljóst að innrás tyrkneska hersins inn í annað ríki, stangast á við alþjóðalög, ógnar viðkvæmu ástandi á stríðshrjáðu svæði, ýtir undir mannskæðar ofsóknir í garð Kúrda og er mjög líklegt til að styrkja ISIS hryðjuverksamtökin á svæðinu við botni […]