PO
EN

Greinar

Tillögur um 39 mælikvarða um hagsæld og lífsgæði kynntar

Ríkisstjórnin tók til umfjöllunar niðurstöður nefndar forsætisráðherra um mælikvarða um hagsæld og lífsgæði á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nefndin skilaði tillögu að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Mælikvörðunum er ætlað að gefa góða yfirsýn yfir lykilþætti velsældar á Íslandi og vera mikilvægt tæki fyrir stefnumótun stjórnvalda. Þeir gefa […]

Tillögur um 39 mælikvarða um hagsæld og lífsgæði kynntar Read More »

Matur er mannsins megin

Mat­væla­fram­leiðsla á Íslandi hefur nær alla okkar sögu verið bæði til neyslu inn­an­lands og útflutn­ings, hvort sem er hertur fiskur fyrr á öldum eða rán­dýr sæbjúgu nú til dags. Þáttur útflutn­ings hefur orðið mjög gildur og má full­yrða að sumar vörur héðan hafa hátt vist­spor komnar á erlendan mark­að. Á tímum lofts­lags­breyt­inga og sístækk­andi mann­heima

Matur er mannsins megin Read More »

Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar á aðildarríkjaþingi Eyðumerkursamnings SÞ.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær aðildarríkjaþing Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) fyrir Íslands hönd. Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að ríki heims reyndu að tryggja sjálfbæra landnýtingu og endurheimt vistkerfa til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Í ávarpi sínu sagði Guðmundur Ingi loftslagsaðgerðir Íslands miða að því að vinna samtímis gegn

Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar á aðildarríkjaþingi Eyðumerkursamnings SÞ. Read More »

Ræða Kolbeins Óttarssonar Proppé í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra

Góðir landsmenn, Það væri að bera í bakkafullan lækinn að bætast í þann hóp ræðumanna sem gerir loftslagsmálin að umtalsefni hér í kvöld, ef þau væru ekki jafn mikilvæg og raun ber vitni. Bakkafullir lækir eru líka táknrænir fyrir þá hlýnun heimsins sem maðurinn virðist loksins farinn að átta sig á að verði að sporna

Ræða Kolbeins Óttarssonar Proppé í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra Read More »

Ræða Svandísar Svavarsdóttur í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra

Virðulegi forseti, góðir landsmenn Fyrir tæpum tveimur árum vorum við hér saman komin og ræddum fyrstu stefnuræðu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, þau góðu verk í þágu samfélagsins, náttúrunnar og loftslagsins sem þar voru boðuð. Okkur fylgdu vonir og góðar óskir en líka efasemdir og andstaða, eins og búast mátti við. Við töluðum um innviði, samgöngurnar, menntun,

Ræða Svandísar Svavarsdóttur í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra Read More »

Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra

Kæru landsmenn. Við sem búum hér á landi höfum alltaf þurft að reiða okkur á náttúruna og við höfum alltaf þurft að geta lesið skilaboð náttúrunnar. Og sjaldan eða aldrei hafa skilaboð náttúrunnar verið jafn skýr, ekki aðeins hér heldur um heim allan: Óstöðugra veðurfar. Tíðari og öflugri fellibylir. Þurrkar. Flóð. Hækkun sjávarborðs. Fækkun tegunda

Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Read More »

Fjárlagafrumvarp: Stórsókn í heilbrigðismálum

Stóraukin framlög til þjónustu við aldraða, styrking heilsugæslunnar, auknir fjármunir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga, efling geðheilbrigðisþjónustu og aukið fé til að innleiða ný lyf. Þessi verkefni og fleiri endurspegla megináherslur fjárlagafrumvarpsins á sviði heilbrigðismála. Síðast en ekki síst verður uppbygging Landspítala við Hringbraut áfram í forgangi. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til málefnasviða sem heyra undir

Fjárlagafrumvarp: Stórsókn í heilbrigðismálum Read More »

Endurheimt landgæða einn stærsti þátturinn í baráttunni við loftslagsvána – Viljayfirlýsing undirrituð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) undirrituðu í gær viljayfirlýsingu Íslands og UNEP um samstarf á sviði landgræðslu. Guðmundur Ingi er staddur á aðildarríkjaþingi Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) í Nýju Delí á Indlandi þar sem ráðherrahluti þingsins hófst í dag. ,,Með þessari yfirlýsingu viljum við vinna að

Endurheimt landgæða einn stærsti þátturinn í baráttunni við loftslagsvána – Viljayfirlýsing undirrituð. Read More »

EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU

Það heilbrigða við þá umræðu sem heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur efnt til um heilbrigðisstefnu til framtíðar, er hve vel hún er grunduð og hve víðfeðm hún er. Umræðan tekur til menntunar og mönnunar í heilbrigðisþjónustunni, stöðu rannsókna og vísindastarfs. Fyrir þetta á heilbrigðisráðherra lof skilið. Í gær efndi hún til umræðufundar um ýmsa þætti sem

EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU Read More »

Elín Oddný

Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG

Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga ber

Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG Read More »

Forsætisráðherra fundaði með varaforseta Bandaríkjanna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í kvöld. Fundurinn fór fram í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Suðurnesjum skömmu eftir að forsætisráðherra kom til landsins frá Svíþjóð og Danmörku. Á fundinum var rætt um tvíhliða samstarf ríkjanna, öryggis- og varnarmál og viðskipta- og efnahagsmál. Forsætisráðherra ræddi einnig sérstaklega um málefni Norðurslóða, umhverfismál og jafnréttismál.

Forsætisráðherra fundaði með varaforseta Bandaríkjanna Read More »

Alþingi ráði um hermál

Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli

Alþingi ráði um hermál Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search