PO
EN

Greinar

Ok skiptir heiminn máli

Eyja­fjalla­jök­ull er sjötti stærsti jök­ull Íslands og öðl­að­ist heims­frægð með eld­gos­inu árið 2010. Askan úr gos­inu lam­aði flug­um­ferð í Evr­ópu og frétta­menn um allan heim reyndu sitt besta við að bera fram þetta langa og lítt þjála örnefni, íslensku­mæl­andi fólki til tals­verðrar skemmt­un­ar. Íslenski jök­ull­inn Ok, sem ber nafn sem flestir geta hæg­lega borið fram, […]

Ok skiptir heiminn máli Read More »

Gleðiganga 2019

Gleðigangan hápunktur Hinsegin daga um helgina var fjölmenn og tónleikar í Hljómskálagarðinum enn fjölmennari. Gangan var lengri en áður og gönguleiðin er breytt, en lagt var af stað frá Skólavörðuholti. Vinstri græn mættu liðsterk að vanda og á myndinni má sjá Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Bjarka Þór Grönfeldt, skrifstofustjóra VG, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Hólm, formann

Gleðiganga 2019 Read More »

Ég er eins og ég er.

Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu,

Ég er eins og ég er. Read More »

Friðlýst gegn orkuvinnslu í fyrsta sinn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Þetta er fyrsta friðlýsing svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Undirritunin fór fram í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum.  Jökulsá á Fjöllum er merkileg fyrir það hvernig vatnsafl hennar hefur sorfið

Friðlýst gegn orkuvinnslu í fyrsta sinn Read More »

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 kynnt í heilbrigðisumdæmi Vesturlands

Heilbrigðisráðherra, stendur fyrir opnum fundi um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þann 15 ágúst. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi kl. 17 – 19. Fjallað verður um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og  hvers vegna hún skiptir

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 kynnt í heilbrigðisumdæmi Vesturlands Read More »

Katrín tilnefnd til verðlauna Chatham House

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra er til­nefnd til verðlauna bresku hug­veit­unn­ar Ch­at­ham Hou­se árið 2019. Auk hennar eru tilnefndir sjónvarpsmaðurinn og líffræðingurinn Sir David Attenborough og Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu. Til­nefn­ing­arn­ar voru kynntar í gær. Samkvæmt vefsíðu Chatham House er Katrín tilnefnd fyrir framgöngu sína við mótun stefnu Íslands á sviði jafnréttis kynjanna og þátttöku kvenna í

Katrín tilnefnd til verðlauna Chatham House Read More »

Dagdvöl og hjúkrunarrými í Hafnarfirði

Heilbrigðisráðherra hefur veitt Hafnarfjarðarbæ rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína

Dagdvöl og hjúkrunarrými í Hafnarfirði Read More »

Nýjar friðlýsingar kynntar.

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Á svæðinu er afar fjölbreytt landslag þar sem fjöll, klettar og björg, víkur og tangar setja mikinn svip á landslagið. Víða má sjá berghlaup og grjótjökla, en frægast þeirra er Stórurð undir Dyrfjöllum. Að

Nýjar friðlýsingar kynntar. Read More »

Heimsmarkmið kynnt

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í í síðustu viku. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir landsrýni sína á framkvæmd heimsmarkmiðanna á vettvangi SÞ en landsrýniskýrsla Íslands var gefin út í júní sl.  Í kynningunni fór forsætisráðherra yfir helstu

Heimsmarkmið kynnt Read More »

Samið um sjúkrabíla

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Eins og fram kemur í tilkynningu á vef Sjúkratryggina Íslands mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi af hálfu ríkisins. Fyrirliggjandi samningur

Samið um sjúkrabíla Read More »

Birgir missir marks

Í umræðum á Alþingi við Miðflokksmenn birtist oft lítil virðing þeirra fyrir staðreyndum en mikill áhugi á ýktum einföldunum. Skrif Birgis Þórarinssonar um skattaáþján ríkisstjórnarinnar missa marks. Hækkað kolefnisgjald, gjald vegna sérstakra gerða kæli- og frystitækja og tiltekið sorpgjald eru tekjur, merktar ákveðnum málaflokkum, ólíkt sköttum. Öll gjöld og allir skattar eru ekki merki um

Birgir missir marks Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search