Forsætisráðherra fundaði með varaforseta Bandaríkjanna
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í kvöld. Fundurinn fór fram í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Suðurnesjum skömmu eftir að forsætisráðherra kom til landsins frá Svíþjóð og Danmörku. Á fundinum var rætt um tvíhliða samstarf ríkjanna, öryggis- og varnarmál og viðskipta- og efnahagsmál. Forsætisráðherra ræddi einnig sérstaklega um málefni Norðurslóða, umhverfismál og jafnréttismál. […]
Forsætisráðherra fundaði með varaforseta Bandaríkjanna Read More »