PO
EN

Greinar

Framfaraskref fyrir innflytjendur

Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega […]

Framfaraskref fyrir innflytjendur Read More »

Markviss vinna skilar árangri

Í frétt­um vik­unn­ar kom fram að dauðsföll­um vegna of­neyslu lyf­seðils­skyldra lyfja fækkaði um helm­ing á fyrstu mánuðum árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra, úr tutt­ugu í níu. Við sjá­um að þróun und­an­far­inna ára hef­ur hér verið snúið við en mis­notk­un lyfja sem valdið geta áv­ana og fíkn hef­ur farið hratt vax­andi und­an­far­in ár og

Markviss vinna skilar árangri Read More »

Ingibjörg Daníelsdóttir nýr formaður VG í Borgarbyggð

Ný stjórn Vinstri grænna í Borgarbyggð var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Ingibjörg Daníelsdóttir er nýr formaður, Brynja Þorsteinsdóttir gjaldkeri og Friðrik Aspelund ritari. Þá voru Kristberg Jónsson og Hildur Traustadóttir kjörin í varastjórn. Bjarki Þór Grönfeldt lét af störfum sem gjaldkeri eftir fimm ára setu í stjórn, og voru honum þökkuð góð störf

Ingibjörg Daníelsdóttir nýr formaður VG í Borgarbyggð Read More »

Lagabreytingar á sviði tjáningarfrelsis og upplýsingaréttar

Alþingi hefur samþykkt frumvörp forsætisráðherra um breytingar á stjórnsýslu- og upplýsingalögum. Frumvörpin voru unnin í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis sem forsætisráðherra skipaði í mars 2018.  Nýr X. kafli bætist við stjórnsýslulög, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Kaflinn hefst á yfirlýsingu um að opinberir starfsmenn hafi frelsi til að

Lagabreytingar á sviði tjáningarfrelsis og upplýsingaréttar Read More »

Hröð og einföld yfirsýn yfir þjónustu um allt land með nýju þjónustukorti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag.  Kortið sýnir almenna þjónustu hins opinbera og einkaaðila um land allt með myndrænum hætti og hefur Byggðastofnun opnað aðgang að kortinu. Markmiðið með kortinu er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu

Hröð og einföld yfirsýn yfir þjónustu um allt land með nýju þjónustukorti Read More »

Heilbrigðistefna til framtíðar

Heilbrigðisstefna til ársins 2030  var samþykkt með 45 atkvæðum og án mótatkvæða á Alþingi í vikunni. Heilbrigðisstefnan er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á

Heilbrigðistefna til framtíðar Read More »

Viljum við borga?

Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns. Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða

Viljum við borga? Read More »

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi

Tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 hefur verið samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og án mótatkvæða. „Heilbrigðisstefnan er sameign okkar allra, lýðræðislega kjörið Alþingi stendur að baki henni. Þetta eru mikilvæg tímamót“ sagði heilbrigðisráðherra sem kynnti heilbrigðisstefnuna á blaðamannafundi í gær. Fundurinn var haldinn á nýja

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi Read More »

Ráðgjafastofa innflytjenda samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Kolbeins Óttarssonar Proppé og sjö annarra þingmanna Vinstri grænna um stofnun ráðgjafastofu innflytjenda. 49 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 7 þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn henni.  Samkvæmt tillögunni verður félagsmálaráðherra falið að koma á fót ráðgjafastofu innflytjenda en hlutverk hennar verði að bjóða upp á aðgengilega ráðgjöf og upplýsingar til innflytjenda

Ráðgjafastofa innflytjenda samþykkt á Alþingi Read More »

Var­an­leg regn­boga­gata í Reykja­vík

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti rétt í þessu að mála varanlegan regnboga á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. Sýnileg réttindabarátta hinsegin fólks er mikilvæg til að vinna gegn áratuga fordómum og útilokun. Líf Magneu­dótt­ir : „Í senn er þetta fal­leg og skemmti­leg til­laga en hún er líka grjót­hörð samstaða með fjöl­breyti­leika mann­lífs­ins og bar­áttu hinseg­in fólks því

Var­an­leg regn­boga­gata í Reykja­vík Read More »

Uppbygging vegna orkuskipta í samgöngum

Hraðhleðslustöðvum við þjóðveginn verður fjölgað verulega og blásið verður til átaks með ferðaþjónustunni til að stuðla að orkuskiptum hjá bílaleigum, sem hafa víðtæk áhrif á samsetningu bílaflota landsmanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem kynnt voru næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi.Verkefnin byggja á tillögum starfshóps sem umhverfis- og

Uppbygging vegna orkuskipta í samgöngum Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search