Search
Close this search box.

Greinar

Til hamingju, sjómenn!

Í gær var sjó­mannadag­ur­inn hald­inn hátíðleg­ur um land allt í 85. skiptið. Ég fékk þann heiður að flytja ávarp á heiðrun­ar­at­höfn sjó­mannadags­ins í Hörpu og það var sér­stak­lega ánægju­legt. Sjáv­ar­út­veg­ur er mátt­ar­stólpi í at­vinnu­lífi okk­ar Íslend­inga. Vel­sæld okk­ar sem þjóðar hef­ur í gegn­um tíðina byggst að miklu leyti á þeim verðmæt­um sem sótt eru á […]

Til hamingju, sjómenn! Read More »

Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel

Tímabil aðgerðaráætlunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 er nú hálfnað og er tæplega helmingi aðgerða lokið og um 30% komnar vel á veg. Í vikunni fór í loftið gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi fyrir starfsfólk sem starfar með börnum. Netnámskeiðið,

Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel Read More »

Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, skipaði í vetur starfshóp sem falið var að skoða laga- og reglugerðarumhverfi þjónustu vegna ofbeldis og koma með tillögur um hvernig best megi tryggja þá þjónustu sem standa þarf bæði þolendum og gerendum ofbeldis til boða, einkum með tilliti til Istanbúlsamningsins (samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi),

Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum Read More »

Jöfnum stöðu byggðanna með strand­veiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var

Jöfnum stöðu byggðanna með strand­veiðum Read More »

Það á að vera gott að eldast

Eldra fólk er marg­breyti­leg­ur hóp­ur og oft er talað um að á engu öðru ævi­skeiði sé hóp­ur jafn fjöl­breytt­ur. Æviskeið sem er sí­fellt að verða lengra þökk sé fram­förum í þekk­ingu okk­ar á fé­lags- og heil­brigðisþátt­um. Hlut­fall 67 ára og eldri er núna 13% þjóðar­inn­ar eða um 47 þúsund ein­stak­ling­ar. Því er spáð að eft­ir

Það á að vera gott að eldast Read More »

Gott að eldast: Eldra fólk er virði en ekki byrði

Eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og mikilvægt er að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Þetta sýnir kostnaðar- og ábatagreining sem KPMG hefur unnið fyrir stjórnvöld vegna heildarendurskoðunar á þjónustu við eldra fólk: Gott að eldast. Greiningin veitir nýja sýn á fjárhagsgögn ríkis og sveitarfélaga og samkeyrir þau við lýðfræðileg gögn. Niðurstöðurnar voru kynntar á

Gott að eldast: Eldra fólk er virði en ekki byrði Read More »

Skora á öll sveitarfélög í Kraganumað taka á móti flóttamönnum.

Ályktun um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélögum í Kraganum Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi 2023 fagnar þátttöku Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar í samræmdri móttöku flóttafólks, en skorar á önnur sveitarfélög í Kraganum að taka einnig þátt. Kópavogur er næst stærsta sveitarfélag landsins og Seltjarnarnes í hópi 15 stærstu. Að mati fundarins ber

Skora á öll sveitarfélög í Kraganumað taka á móti flóttamönnum. Read More »

Sjálfbært samfélag velsældar

Það er viðvar­andi áskor­un að tryggja aukna vel­sæld í sam­fé­lag­inu á sjálf­bær­an hátt. Síðustu ára­tugi hef­ur hag­kerfið stækkað en deila má um að hve miklu leyti sá vöxt­ur hef­ur verið sjálf­bær. Miðað við óbreytta auðlinda­notk­un mann­kyns­ins þyrfti þrjár plán­et­ur til að standa und­ir aukn­um fólks­fjölda árið 2050. Þær plán­et­ur eru ekki til. Það er ljóst

Sjálfbært samfélag velsældar Read More »

„Betri vinnutími“

Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í

„Betri vinnutími“ Read More »

Skýrsla Íslands um Kvennasamninginn tekin fyrir í Genf

Níunda skýrsla Íslands um samninginn um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW) var tekin fyrir á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. Í skýrslunni er fjallað um hvernig Ísland hefur uppfyllt skyldur sínar gagnvart samningnum og hvernig unnið hefur verið eftir þeim tilmælum sem kvennanefndin sendi eftir síðustu skýrslu. Síðasta úttekt Íslands var 2016.

Skýrsla Íslands um Kvennasamninginn tekin fyrir í Genf Read More »

Sýndarveruleiki?

Það er ánægjulegt að heyra þá miklu áherslu sem fundur Evrópuráðsins á Íslandi leggur á lýðræði og mannréttindi. Við íbúar á Fróni virðumst oft sannfærð um að hér á landi ríki lýðræðið í sinni tærustu mynd. En er það svo? Hugmyndin um lýðræði í einhverju formi er mjög gömul og verið við lýði, þó oft

Sýndarveruleiki? Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search