Frétt

Uppbygging vegna orkuskipta í samgöngum

Hraðhleðslustöðvum við þjóðveginn verður fjölgað verulega og blásið verður til átaks með ferðaþjónustunni til að stuðla að orkuskiptum hjá bílaleigum, sem hafa víðtæk áhrif á samsetningu bílaflota landsmanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem kynnt voru næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi.Verkefnin byggja á tillögum starfshóps sem umhverfis- og …

Uppbygging vegna orkuskipta í samgöngum Read More »

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar nýjum stjórnmálahópi

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnaði á fundi sínum sem var að klárast rétt í þessu í París, að ný stjórnmálahópur væri viðurkenndur. Umsókn stjórnmálahópsins hefur verið afar umdeild enda koma meðlimir hennar úr stjórnmálaflokkum sem eru öfga-hægri flokkar, þjóðernissinnar og gefa sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum. Íslensku þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og …

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar nýjum stjórnmálahópi Read More »

Forsætisráðuneyti: Metooskýrsla um Stjórnarráðið

Skýrsla um #metoo og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt í ríkisstjórn í morgun en skýrslan var unnin af stýrihópi um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðum kannana sé kynferðisleg áreitni ekki mjög algeng innan ráðuneytanna. Kannanir benda þó til að þolendur áreitni séu hikandi við …

Forsætisráðuneyti: Metooskýrsla um Stjórnarráðið Read More »

Lög um þungunarrof

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur  heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Markmið laganna er að tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði laganna. Lagasetningin á sér töluverðan aðdraganda. Heilbrigðisráðherra skipaði í mars 2016 nefnd sem falið …

Lög um þungunarrof Read More »

Halla Gunnarsdóttir tekur sæti á Alþingi

Halla Gunnarsdóttir tók í dag sæti á Alþingi við upphaf 103 fundar, sem varamaður Steinunnar Þóru Árnadóttur. Halla er blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt. Hún hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður. Þegar Halla er ekki á Alþingi starfar hún sem aðstoðarmaður forsætisráðherra í jafnréttismálum.

Ný stjórn og ályktað gegn jarðauppkaupum

Ný stjórn var kosin á aðalfundi VG í Árnessýslu.  Í stjórn fyrir næsta ár voru kosin Almar Sigurðsson formaður, Sigurður Torfi Sigurðsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Margrét Magnúsdóttir, Guðbjörg Grímsdóttir og Anna Jóna Gunnarsdóttir.  Í umræðum um stjórnmálaástandið voru fundarmenn almennt sammála um að  þingmenn og ráðherrar Vinstri grrænna í ríkisstjórn væru að standa sig vel. …

Ný stjórn og ályktað gegn jarðauppkaupum Read More »

Fjölbreytt erindi á sveitar­stjórnar­ráðstefnu

Velkomin á sveitarstjórnarráðstefnu VG í Gamla kaupfélaginu á Akranesi á morgun. Dagskráin er fjölbreytt og höfum við fengið til liðs við okkur frummælendur sem koma víða að. Tveir málaflokkar eru undir – umhverfismálin og heilbrigðismálin og snertifletir þeirra við sveitarstjórnarmálin. Dagskráin er eftirfarandi: KL. 13.00: Bjarni Jónsson formaður sveitarstjórnarráðs setur ráðstefnuna KL. 13.00: NÝJAR ÁSKORANIR …

Fjölbreytt erindi á sveitar­stjórnar­ráðstefnu Read More »

1. maí blað Vinstri grænna

Veglegt 1. maí blað Vg er fullt af áhugaverðu efni, m.a. viðtal við Katrínu Jakobsdótttur og Drífu Snædal, greinar eftir Steinar Harðarsson, Steinunni Þóru Árnadóttur og Magnús Svein Helgason. Ritstjóri er Björg Eva Erlendsdóttir Nældu þér í eintak á 1. maí kaffinu sem er haldið á Vesturgötu 7, 101 Rvk núna.

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Bretlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti tvíhliða fund með Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar í gær. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um samstarfsverkefni smærri ríkja á sviði hagsældar (e. the Wellbeing Economy Government project). Skotland leiðir verkefnið og munu ráðherrarnir taka þátt í stefnumótunarfundi í dag.  Katrín og Nicola ræddu einnig um loftslagsmál og um samstarf ríkjanna …

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Bretlands Read More »

Sveitarstjórnar­ráðstefna á Akranesi á laugardag

Skráning á sveitarstjórnarráðstefnu VG á Akranesi næstkomandi laugardag stendur nú sem hæst. Óhætt er að hvetja VG-félaga nær og fjær til að láta þessa ráðstefnu ekki framhjá sér fara.  Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra verða sérstakir gestir á ráðstefnunni sem stendur til 17.00.  Búast má við spennandi umræðum um málefni sem varða …

Sveitarstjórnar­ráðstefna á Akranesi á laugardag Read More »

Ísland, Noregur og Danmörk saman í lyfjakaup

Samstarf Íslands, Danmerkur og Noregs á sviði lyfjamála var staðfest með undirritun samkomulags í gær. Vonast er til þess að hægt verði að draga úr kostnaði við lyfjakaup.  Samkomulagið snýst ekki aðeins um kostnað heldur líka öryggi sjúklinga og aðgengi þeirra að lyfjum. Með kaupum á meira magni minnki hætta á lyfjaskorti. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra …

Ísland, Noregur og Danmörk saman í lyfjakaup Read More »

Forsætisráðherra með VG á Austurlandi

Svæðisfélög VG á Austurlandi buðu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra til sín í gær.  Auk funda með svæðisfélögunum heimsótti ráðherra Miðás sem framleiðir Brúnás innréttingar.  Katrín Jakobsdóttir, kynnti sér lífræna matvælaframleiðslu í Vallanesi og heimsótti á Heilbrigðisstofnun Austurlands og bæjarskrifstofurnar.  Andrés Skúlason, nýr formaður svæðisfélags Austfjarða, segir að fundurinn með svæðisfélögunum tveimur hafi tekist vel, verið góð …

Forsætisráðherra með VG á Austurlandi Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.