Search
Close this search box.

Frétt

Sunna Valgerðardóttir hefur störf hjá þingflokki VG

Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til þingflokks Vinstri grænna. Sunna hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum hvar hún hefur starfað undanfarin 15 ár og sérhæft sig í pólitískum fréttum, þar sem hennar áhugi liggur. Hún hefur starfað lengst af hjá RÚV og sinnt þar ýmsum hlutverkum, meðal annars sem fréttamaður, vaktstjóri, […]

Sunna Valgerðardóttir hefur störf hjá þingflokki VG Read More »

Eva Dögg tekur við þingmennsku

Á þingfundi í dag tók Eva Dögg Davíðsdóttir við þingmennsku af Katrínu Jakobsdóttur. Í upphafi þingfundar í dag þann 8. apríl las forseti Alþingis upp bréf frá Katrínu þar sem hún sagði af sér þingmennsku. Við þingmennskuafsal Katrínar Jakobsdóttur tekur Eva Dögg Davíðsdóttir sæti hennar á Alþingi og verður 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður en Steinunn

Eva Dögg tekur við þingmennsku Read More »

Mesta hagsmunamál þjóðarinnar

Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sameiginlega lagt fram aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára. Aðgerðirnar styðja við sameiginlegt markmið stjórnvalda og samningsaðila um að leggja grundvöll að vaxandi velsæld, með auknum kaupmætti og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Heildarumfang aðgerðanna er allt að 80 milljarðar króna á

Mesta hagsmunamál þjóðarinnar Read More »

Uppbygging vegna orkuskipta í samgöngum

Hraðhleðslustöðvum við þjóðveginn verður fjölgað verulega og blásið verður til átaks með ferðaþjónustunni til að stuðla að orkuskiptum hjá bílaleigum, sem hafa víðtæk áhrif á samsetningu bílaflota landsmanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem kynnt voru næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi.Verkefnin byggja á tillögum starfshóps sem umhverfis- og

Uppbygging vegna orkuskipta í samgöngum Read More »

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar nýjum stjórnmálahópi

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnaði á fundi sínum sem var að klárast rétt í þessu í París, að ný stjórnmálahópur væri viðurkenndur. Umsókn stjórnmálahópsins hefur verið afar umdeild enda koma meðlimir hennar úr stjórnmálaflokkum sem eru öfga-hægri flokkar, þjóðernissinnar og gefa sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum. Íslensku þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og

Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar nýjum stjórnmálahópi Read More »

Forsætisráðuneyti: Metooskýrsla um Stjórnarráðið

Skýrsla um #metoo og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt í ríkisstjórn í morgun en skýrslan var unnin af stýrihópi um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðum kannana sé kynferðisleg áreitni ekki mjög algeng innan ráðuneytanna. Kannanir benda þó til að þolendur áreitni séu hikandi við

Forsætisráðuneyti: Metooskýrsla um Stjórnarráðið Read More »

Lög um þungunarrof

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur  heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Markmið laganna er að tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði laganna. Lagasetningin á sér töluverðan aðdraganda. Heilbrigðisráðherra skipaði í mars 2016 nefnd sem falið

Lög um þungunarrof Read More »

Ný stjórn og ályktað gegn jarðauppkaupum

Ný stjórn var kosin á aðalfundi VG í Árnessýslu.  Í stjórn fyrir næsta ár voru kosin Almar Sigurðsson formaður, Sigurður Torfi Sigurðsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Margrét Magnúsdóttir, Guðbjörg Grímsdóttir og Anna Jóna Gunnarsdóttir.  Í umræðum um stjórnmálaástandið voru fundarmenn almennt sammála um að  þingmenn og ráðherrar Vinstri grrænna í ríkisstjórn væru að standa sig vel.

Ný stjórn og ályktað gegn jarðauppkaupum Read More »

Fjölbreytt erindi á sveitar­stjórnar­ráðstefnu

Velkomin á sveitarstjórnarráðstefnu VG í Gamla kaupfélaginu á Akranesi á morgun. Dagskráin er fjölbreytt og höfum við fengið til liðs við okkur frummælendur sem koma víða að. Tveir málaflokkar eru undir – umhverfismálin og heilbrigðismálin og snertifletir þeirra við sveitarstjórnarmálin. Dagskráin er eftirfarandi: KL. 13.00: Bjarni Jónsson formaður sveitarstjórnarráðs setur ráðstefnuna KL. 13.00: NÝJAR ÁSKORANIR

Fjölbreytt erindi á sveitar­stjórnar­ráðstefnu Read More »

1. maí blað Vinstri grænna

Veglegt 1. maí blað Vg er fullt af áhugaverðu efni, m.a. viðtal við Katrínu Jakobsdótttur og Drífu Snædal, greinar eftir Steinar Harðarsson, Steinunni Þóru Árnadóttur og Magnús Svein Helgason. Ritstjóri er Björg Eva Erlendsdóttir Nældu þér í eintak á 1. maí kaffinu sem er haldið á Vesturgötu 7, 101 Rvk núna.

1. maí blað Vinstri grænna Read More »

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Bretlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti tvíhliða fund með Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar í gær. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um samstarfsverkefni smærri ríkja á sviði hagsældar (e. the Wellbeing Economy Government project). Skotland leiðir verkefnið og munu ráðherrarnir taka þátt í stefnumótunarfundi í dag.  Katrín og Nicola ræddu einnig um loftslagsmál og um samstarf ríkjanna

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Bretlands Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search