Greinar

1. maí blað Vinstri grænna

Veglegt 1. maí blað Vg er fullt af áhugaverðu efni, m.a. viðtal við Katrínu Jakobsdótttur og Drífu Snædal, greinar eftir Steinar Harðarsson, Steinunni Þóru Árnadóttur og Magnús Svein Helgason. Ritstjóri er Björg Eva Erlendsdóttir Nældu þér í eintak á 1. maí kaffinu sem er haldið á Vesturgötu 7, 101 Rvk núna.

Dagur umhverfis: Ávarp ráðherra

Góðir gestir, Hvað eiga farfuglarnir, krókusar í húsagörðum, fjölgun reiðhjóla á götunum, sprellandi dimmitantar og Dagur umhverfisins sameiginlegt? Jú – allt eru þetta meðal öruggustu vorboða hvers árs. Í ár bar Dag umhverfisins síðan upp á sumardaginn fyrsta, og þannig rann saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Vegna þessa …

Dagur umhverfis: Ávarp ráðherra Read More »

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Bretlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti tvíhliða fund með Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar í gær. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um samstarfsverkefni smærri ríkja á sviði hagsældar (e. the Wellbeing Economy Government project). Skotland leiðir verkefnið og munu ráðherrarnir taka þátt í stefnumótunarfundi í dag.  Katrín og Nicola ræddu einnig um loftslagsmál og um samstarf ríkjanna …

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Bretlands Read More »

Sveitarstjórnar­ráðstefna á Akranesi á laugardag

Skráning á sveitarstjórnarráðstefnu VG á Akranesi næstkomandi laugardag stendur nú sem hæst. Óhætt er að hvetja VG-félaga nær og fjær til að láta þessa ráðstefnu ekki framhjá sér fara.  Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra verða sérstakir gestir á ráðstefnunni sem stendur til 17.00.  Búast má við spennandi umræðum um málefni sem varða …

Sveitarstjórnar­ráðstefna á Akranesi á laugardag Read More »

Bylting sem breytir samfélagi

Undanfarin ár hefur hver bylgjan á fætur annarri dregið fram í dagsljósið þann veruleika kvenna að þær eru undirskipaðar í valdakerfi þar sem karllæg viðhorf ráða ríkum. Nú síðast með Metoo hreyfingunni. Sú staðreynd að ofbeldi gegn konum er svo algengt, að það er næstum því hversdagslegt, endurspeglast í þeim mikla fjölda kvenna sem stigið …

Bylting sem breytir samfélagi Read More »

Orkustefna í þágu umhverfis

Ísland er orkuríkt land og hefur því mikla möguleika til að nýta auðlindir sínar í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Það er því skylda okkar, sem byggjum þetta land nú um stundir, að stuðla að því að stefna verð sett um orkunýtingu á grænum forsendum. Starfshópur, sem ég sit í, vinnur nú að langtíma orkustefnu fyrir …

Orkustefna í þágu umhverfis Read More »

Dagur umhverfisins

Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig renna saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Það var þennan dag árið 1762 sem Sveinn Pálsson fæddist en hann var fyrstur Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær …

Dagur umhverfisins Read More »

Ísland, Noregur og Danmörk saman í lyfjakaup

Samstarf Íslands, Danmerkur og Noregs á sviði lyfjamála var staðfest með undirritun samkomulags í gær. Vonast er til þess að hægt verði að draga úr kostnaði við lyfjakaup.  Samkomulagið snýst ekki aðeins um kostnað heldur líka öryggi sjúklinga og aðgengi þeirra að lyfjum. Með kaupum á meira magni minnki hætta á lyfjaskorti. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra …

Ísland, Noregur og Danmörk saman í lyfjakaup Read More »

Forsætisráðherra með VG á Austurlandi

Svæðisfélög VG á Austurlandi buðu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra til sín í gær.  Auk funda með svæðisfélögunum heimsótti ráðherra Miðás sem framleiðir Brúnás innréttingar.  Katrín Jakobsdóttir, kynnti sér lífræna matvælaframleiðslu í Vallanesi og heimsótti á Heilbrigðisstofnun Austurlands og bæjarskrifstofurnar.  Andrés Skúlason, nýr formaður svæðisfélags Austfjarða, segir að fundurinn með svæðisfélögunum tveimur hafi tekist vel, verið góð …

Forsætisráðherra með VG á Austurlandi Read More »

Bætt þjónusta við eldri borgara í Reykjavík

Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt …

Bætt þjónusta við eldri borgara í Reykjavík Read More »

Rétt þjónusta á réttum stað

Álag á bráðamót­töku Land­spít­al­ans hef­ur reglu­lega verið til um­fjöll­un­ar á vett­vangi fjöl­miðla um langt skeið. Und­an­far­in miss­eri hef­ur verið gripið til mark­vissra aðgerða til að bregðast við þeirri stöðu og tryggja sem mest gæði og ör­yggi þjón­ust­unn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­ala fækkaði kom­um á bráðamót­töku Land­spít­al­ans um 10% á síðasta ári þannig að aðgerðirn­ar hafa …

Rétt þjónusta á réttum stað Read More »

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er í fullum gangi og tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins hafa nú verið settar í Samráðsgátt stjórnvalda. Þær eru þriðja verkefni þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðsins. Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðsins var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við sáttmála …

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.