Flokksráð VG samþykkir stjórnarsáttmála
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var samþykktur á fjölmennum flokksráðsfundi hreyfingarinnar nú rétt áðan. 80% flokksráðsfulltrúa samþykktu sáttmálann. Á annað hundrað manns sótti fundinn, þar af voru tæplega hundrað með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Fundurinn var haldinn sem bæði fjarfundur og staðfundur, þannig að VG-fólk allsstaðar að af landinu átti hægt um vik að […]
Flokksráð VG samþykkir stjórnarsáttmála Read More »