Greinar

Katrín Jakobsdóttir og Angela Merkel

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, við Hakið á Þingvöllum í kvöld og gengu þær saman niður Almannagjá að ráðherrabústaðnum. Að lokinni göngunni fluttu forsætisráðherra og kanslari Þýskalands ávörp á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum. Þær ræddu meðal annars um loftslagsmál, stöðu stjórnmálanna í Evrópu, þróun efnahagsmála og jafnréttismál. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:  „Víða …

Katrín Jakobsdóttir og Angela Merkel Read More »

Framkvæmdir við Landspítala: „Risavaxið verkefni sem mun valda straumhvörfum“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skoðaði í dag framkvæmdasvæði nýs Landspítala við Hringbraut þar sem standa yfir jarðvegsframkvæmdir og gatnagerð vegna nýja meðferðarkjarnans. Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins. Aðrar byggingar eru, rannsóknahús, bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús og nýtt sjúkrahótel sem tekið var í notkun í maí síðastliðnum. Þá er hafin þarfagreining á nýju dag -og göngudeildarhúsi fyrir starfsemi …

Framkvæmdir við Landspítala: „Risavaxið verkefni sem mun valda straumhvörfum“ Read More »

Forsætisráðherrar heimsækja Hellisheiðarvirkjun

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra átti í dag tvíhliða fund með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.  Forsætisráðherra og forsætisráðherra Svíþjóðar heimsóttu Hellisheiðarvirkjun ásamt fylgdarliði þar sem sænska sendinefndin kynnti sér þau tækifæri sem felast í nýtingu jarðvarma til húshitunar og rafmagnsframleiðslu. Að heimsókn lokinni var farið í Hveragerði þar sem ráðherrarnir áttu fund. Þar ræddu þau samnorrænar aðgerðir Norðurlandanna …

Forsætisráðherrar heimsækja Hellisheiðarvirkjun Read More »

Heilbrigðisstefna til 2030 kynnt á Suðurnesjum í dag 19. ágúst

Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða dreifðari byggðum landsins. Heilbrigðisstefnan hefur þegar …

Heilbrigðisstefna til 2030 kynnt á Suðurnesjum í dag 19. ágúst Read More »

Ok skiptir heiminn máli

Eyja­fjalla­jök­ull er sjötti stærsti jök­ull Íslands og öðl­að­ist heims­frægð með eld­gos­inu árið 2010. Askan úr gos­inu lam­aði flug­um­ferð í Evr­ópu og frétta­menn um allan heim reyndu sitt besta við að bera fram þetta langa og lítt þjála örnefni, íslensku­mæl­andi fólki til tals­verðrar skemmt­un­ar. Íslenski jök­ull­inn Ok, sem ber nafn sem flestir geta hæg­lega borið fram, …

Ok skiptir heiminn máli Read More »

Okið kvatt með ákalli um aðgerðir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í athöfn í dag sem fram fór við Ok í tilefni þess að komið var fyrir minnisvarða um jökulinn sem var en er nú horfinn. Katrín hélt ræðu við rætur fjallsins og sagði að afleiðingar hamfarahlýnunar blöstu nú við um heim allan. Hún biðlaði til heimsbyggðarinnar um að grípa til …

Okið kvatt með ákalli um aðgerðir Read More »

Gleðiganga 2019

Gleðigangan hápunktur Hinsegin daga um helgina var fjölmenn og tónleikar í Hljómskálagarðinum enn fjölmennari. Gangan var lengri en áður og gönguleiðin er breytt, en lagt var af stað frá Skólavörðuholti. Vinstri græn mættu liðsterk að vanda og á myndinni má sjá Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Bjarka Þór Grönfeldt, skrifstofustjóra VG, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Hólm, formann …

Gleðiganga 2019 Read More »

Ég er eins og ég er.

Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu, …

Ég er eins og ég er. Read More »

Friðlýst gegn orkuvinnslu í fyrsta sinn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Þetta er fyrsta friðlýsing svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Undirritunin fór fram í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum.  Jökulsá á Fjöllum er merkileg fyrir það hvernig vatnsafl hennar hefur sorfið …

Friðlýst gegn orkuvinnslu í fyrsta sinn Read More »

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 kynnt í heilbrigðisumdæmi Vesturlands

Heilbrigðisráðherra, stendur fyrir opnum fundi um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þann 15 ágúst. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi kl. 17 – 19. Fjallað verður um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og  hvers vegna hún skiptir …

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 kynnt í heilbrigðisumdæmi Vesturlands Read More »

Katrín tilnefnd til verðlauna Chatham House

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra er til­nefnd til verðlauna bresku hug­veit­unn­ar Ch­at­ham Hou­se árið 2019. Auk hennar eru tilnefndir sjónvarpsmaðurinn og líffræðingurinn Sir David Attenborough og Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu. Til­nefn­ing­arn­ar voru kynntar í gær. Samkvæmt vefsíðu Chatham House er Katrín tilnefnd fyrir framgöngu sína við mótun stefnu Íslands á sviði jafnréttis kynjanna og þátttöku kvenna í …

Katrín tilnefnd til verðlauna Chatham House Read More »

Dagdvöl og hjúkrunarrými í Hafnarfirði

Heilbrigðisráðherra hefur veitt Hafnarfjarðarbæ rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína …

Dagdvöl og hjúkrunarrými í Hafnarfirði Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.