PO
EN

Greinar

Endurheimt landgæða einn stærsti þátturinn í baráttunni við loftslagsvána – Viljayfirlýsing undirrituð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) undirrituðu í gær viljayfirlýsingu Íslands og UNEP um samstarf á sviði landgræðslu. Guðmundur Ingi er staddur á aðildarríkjaþingi Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) í Nýju Delí á Indlandi þar sem ráðherrahluti þingsins hófst í dag. ,,Með þessari yfirlýsingu viljum við vinna að […]

Endurheimt landgæða einn stærsti þátturinn í baráttunni við loftslagsvána – Viljayfirlýsing undirrituð. Read More »

EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU

Það heilbrigða við þá umræðu sem heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur efnt til um heilbrigðisstefnu til framtíðar, er hve vel hún er grunduð og hve víðfeðm hún er. Umræðan tekur til menntunar og mönnunar í heilbrigðisþjónustunni, stöðu rannsókna og vísindastarfs. Fyrir þetta á heilbrigðisráðherra lof skilið. Í gær efndi hún til umræðufundar um ýmsa þætti sem

EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU Read More »

Elín Oddný

Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG

Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga ber

Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG Read More »

Forsætisráðherra fundaði með varaforseta Bandaríkjanna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í kvöld. Fundurinn fór fram í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Suðurnesjum skömmu eftir að forsætisráðherra kom til landsins frá Svíþjóð og Danmörku. Á fundinum var rætt um tvíhliða samstarf ríkjanna, öryggis- og varnarmál og viðskipta- og efnahagsmál. Forsætisráðherra ræddi einnig sérstaklega um málefni Norðurslóða, umhverfismál og jafnréttismál.

Forsætisráðherra fundaði með varaforseta Bandaríkjanna Read More »

Alþingi ráði um hermál

Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli

Alþingi ráði um hermál Read More »

Þorsteinn V. og Sigrún Jóhannsdóttir í íbúaráð

Kosið var í Íbúaráð í níu hverfum Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í gær. Þorsteinn V. Einarsson og Sigrún Jóhannsdóttir eru nýir fulltrúar Vinstri grænna í Íbúaráðum borgarinnar. Þorsteinn verður aðalfulltrúi í Íbúaráði Háaleitis og Bústaða og Sigrún verður formaður Íbúaráðs Kjalarness. Íbúaráðin eru skipuð fulltrúum kjörnum af borgarstjórn, borgarfulltrúum eða varaborgarfulltrúm, fulltrúa íbúasamtaka, fulltrúa foreldrafélaga

Þorsteinn V. og Sigrún Jóhannsdóttir í íbúaráð Read More »

Forsætisráðherra ávarpar ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna í Malmö í Svíþjóð síðdegis í dag. Í ávarpi sínu fjallaði forsætisráðherra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við lífskjarasamningana og nauðsyn þess að félagslegur og efnahagslegur stöðugleiki fari saman. Þá fjallaði ráðherra sérstaklega um áskoranir tengdar loftslagsbreytingum og nauðsyn þess að stjórnvöld vinni með verkalýðshreyfingunni að aðgerðum til að

Forsætisráðherra ávarpar ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna Read More »

Katrín Jakobsdóttir hittir Mike Pence í Keflavík

Forsætisráðherra og varaforseti Bandaríkjanna funda Forsætisráðherra og varaforseti Bandaríkjanna funda – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, munu hittast á fundi í tengslum við heimsókn hans til Íslands. Fundurinn mun eiga sér stað í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.

Katrín Jakobsdóttir hittir Mike Pence í Keflavík Read More »

Horft til framtíðar – málþing um menntun og heilbrigðisþjónustu 5. sept.

Horft til framtíðar – málþing um menntakerfið og heilbrigðisþjónustuna 5. september kl. 17 – 19 Menntun og mönnun í heilbrigðisþjónustunni, staða rannsókna og vísindastarfs og forysta til árangurs, þetta verða viðfangsefni fundar sem heilbrigðisráðherra boðar til 5. september nk. Markmiðið er að fjalla um þessar mikilvægu stoðir heilbrigðiskerfisins í ljósi nýrrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Horft til framtíðar – málþing um menntun og heilbrigðisþjónustu 5. sept. Read More »

Ráðherra kynnir heilbrigðisstefnu í Reykjavík

Kynning heilbrigðisstefnu í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins, 4. september kl. 17 – 19 Heilbrigðisráðherra boðar til fundar í samvinnu við forstjóra Landspítalans og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að kynna heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum verða pallborðsumræður þar sem erindi halda heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, landlæknir og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Síðan verða pallborðsumræður

Ráðherra kynnir heilbrigðisstefnu í Reykjavík Read More »

Kolbeinn Óttarsson Proppé, vill breyta varnarmálalögum

Fréttablaðið fjallaði um tillögu Kolbeins Óttarssonar Proppé um breytingu á varnarmálalögum þess efnis að Alþingi þurfi að taka ákvörðun um uppbyggingu á mannvirkjum tengdum erlendu herliði. Þetta er eitt af forgangsmálum þingflokks Vinstri grænna í vetur og þingflokkurinn er allur á málinu, utan ráðherra og forseta Alþingis. „ Ég hyggst einnig leggja fram tillögu um

Kolbeinn Óttarsson Proppé, vill breyta varnarmálalögum Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search