Endurheimt landgæða einn stærsti þátturinn í baráttunni við loftslagsvána – Viljayfirlýsing undirrituð.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) undirrituðu í gær viljayfirlýsingu Íslands og UNEP um samstarf á sviði landgræðslu. Guðmundur Ingi er staddur á aðildarríkjaþingi Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) í Nýju Delí á Indlandi þar sem ráðherrahluti þingsins hófst í dag. ,,Með þessari yfirlýsingu viljum við vinna að […]