PO
EN

Greinar

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni. Mikilvægt framfaraskref

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni var opnuð á Landspítala í vikunni. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tilkomu deildarinnar langþráða og um mikilvægt framfaraskref að ræða í þjónustu við afar viðkvæman hóp. „Í málefnum barna sem glíma við neyslu- og fíknivanda kristallast mikilvægi þess að halda […]

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni. Mikilvægt framfaraskref Read More »

Þingsályktunartillaga um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi

Þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021 – 2025 var samþykkt á Alþingi í dag. Tillagan markar þau tímamót að hún felur í sér fyrstu heildstæðu stefnuna um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hér á landi. Forvarnir verða samþættar kennslu í leik-, grunn-

Þingsályktunartillaga um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi Read More »

VG mælist með 14,3% í nýrri Gallupkönnun.

Vinstri græn mælast vel yfir 14 prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup. Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna eða á bilinu 0-0,7 prósentustig. Tæplega fjórðungur segist myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag, rúmlega 14% Samfylkinguna, nær sama hlutfall Vinstri græn, 11% Pírata, rösklega 10% Miðflokkinn, næstum 10% Viðreisn, tæplega 8% Framsóknarflokkinn,

VG mælist með 14,3% í nýrri Gallupkönnun. Read More »

Netspjallið opið lengur

Einn af lyk­ilþátt­um heil­brigðisþjón­ust­unn­ar í viðbrögðum okk­ar við COVID-19 er þjón­usta Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins sem fram fer í gegn­um Heilsu­veru. Vefsíðan Heilsu­vera er sam­starfs­verk­efni Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og embætt­is land­lækn­is. Mark­mið vefsíðunn­ar er að koma á fram­færi marg­vís­legri fræðslu og þekk­ingu um heil­brigðismál og áhrifaþætti heil­brigðis, og efla þar með heil­brigði lands­manna. Heilsu­vera veit­ir þríþætta þjón­ustu. Í

Netspjallið opið lengur Read More »

Ásókn í auðlindir

Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til

Ásókn í auðlindir Read More »

Matur er manns gaman

Matur tengir fólk saman. Sama hvar maður drepur niður fæti í heiminum er alltaf hægt að brydda upp á samtali um mat því öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á mat að halda og hafa meira að segja töluverða ánægju af því að borða hann. Matvæli eru eitt af stóru viðfangsefnum stjórnmálanna og íslenskir

Matur er manns gaman Read More »

Rafvæðing hafna fyrir loftslagið

Stigin voru stór og mikilvæg skref í þágu loftslagsmála þegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutaði 210 milljónum króna í styrki til rafvæðingar hafna á dögunum, á tíu stöðum á landinu. Með rafvæðingu hafna má nefnilega draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá skipum í landlegu. Hæsta styrkinn hlutu Faxaflóahafnir, þar sem taka á í notkun háspennibúnað fyrir

Rafvæðing hafna fyrir loftslagið Read More »

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra þakkar þríeyki á lokafundi almannavarna

Góðan dag 28. febrúar kom fyrsta smitið og allt breyttist. Fréttir og vangaveltur – rakningarteymið – spálíkanið – bakvarðasveitin – upplýsingafundirnir – Þórólfur, hefurðu ekki áhyggjur? – Alma, ég ætla nú að hrósa og þakka – Víðir, góðan og blessaðan daginn og velkomin á þennan upplýsingafund – öndunarvélarnar – er nóg til af öndunarvélum? –

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra þakkar þríeyki á lokafundi almannavarna Read More »

Hálendisþjóðgarður: stærsta náttúruverndarverkefni Íslandssögunnar

Á miðhálendi Íslands er að finna einstaka náttúru. Vinstri græn hafa alla tíð lagt ríka áherslu á aukna vernd svæðisins. Þess vegna er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Hvergi annars staðar á einu og sama svæðinu Á hálendi Íslands ægir saman beljandi jökulám, fágætum gróðurvinjum, svörtum sandauðnum

Hálendisþjóðgarður: stærsta náttúruverndarverkefni Íslandssögunnar Read More »

Stórt skref stigið í rafvæðingu hafna í Reykjavík

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Veitur, Samskip og Eimskip undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík. Búnaðurinn mun draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Um er að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir

Stórt skref stigið í rafvæðingu hafna í Reykjavík Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search