Search
Close this search box.

Greinar

Góðar fréttir úr heilbrigðisráðuneyti

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, var enn eina ferðina boðberi góðra tíðinda þegar hún kynnti lækkun komugjalda í heilsugæslunni og aukinn stuðning við ýmsa hópa sjúklinga. Ráðherrann lét þess getið að stefnt væri að gjaldfrírri heilsugæslu á árinu 2021. Þessi vegferð hefur áður verið boðuð og má þar visa í sambærileg skref fyrir réttu ári. Sjá hér: […]

Góðar fréttir úr heilbrigðisráðuneyti Read More »

Milljarðar til sjúklinga

Milljörðum varið í að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag áform um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga.

Milljarðar til sjúklinga Read More »

Aukin fræðsla um heilabilun

Skiln­ing­ur á aðstæðum og líðan fólks með heila­bil­un er mik­il­væg for­senda þess að komið sé fram við það af þeirri virðingu sem því ber og að það fái viðeig­andi þjón­ustu í öll­um aðstæðum. Með það mark­mið í huga ákvað ég á dög­un­um að veita Alzheimer­sam­tök­un­um 15 millj­óna króna styrk til að hrinda í fram­kvæmd tveim­ur

Aukin fræðsla um heilabilun Read More »

Hálendisþjóðgarður og Þjóðgarðastofnun í samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt tvö frumvörp, um Hálendisþjóðgarð og um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð tekur til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Það er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga,

Hálendisþjóðgarður og Þjóðgarðastofnun í samráðsgátt Read More »

Vegferð Almannavarna

UM ALMANNAVARNIR og ÖRYGGI Sum okkar muna, á árum Kalda stríðsins, Almannavarnir ríkisns sem nefnd er gekkst fyrir viðvörunarflautuprófunum tvisvar til þrisvar á ári og safnaði teppum og varnargrímum, svo eitthvað sé nefnt. Meginframfarir í skipulagi almannavarna, sem tóku brátt að snúast fyrst og fremst um náttúruvá, fólust í Samhæfingarstöðinni (2003) í Reykjavík og sérlögum

Vegferð Almannavarna Read More »

18 milljónir í fræðslustyrki í þágu fólks með heilabilun

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti í dag Alzheimersamtökunum 15 milljóna króna styrk til að hrinda í framkvæmd tveimur fræðsluverkefnum sem snúa að þjónustu við aldraða og fólki með heilabilun. Einnig veitti hún Landssamtökum eldri borgara þriggja milljóna króna styrk til gerðar fræðsluefnis um leiðir til að fyrirbyggja einmanaleika og félagslega einangrun aldraðra. Verkefnin þrjú falla öll

18 milljónir í fræðslustyrki í þágu fólks með heilabilun Read More »

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt

Tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020–2023 var samþykkt á Alþingi í dag. Í tillögunni er kveðið á um  24 verkefni sem er ætlað að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi og endurspegla um leið forgangsröðun stjórnvalda í málaflokknum. Öll ráðuneyti gerðu tillögu

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt Read More »

Mikilvægar breytingar í þágu sykursjúkra

Fólki með insúlínháða sykursýki (sykursýki I) mun fljótlega standa til boða nýr búnaður sem gerir notendum kleift að fylgjast á einfaldan hátt með blóðsykri sínum og stuðlar þannig m.a. að markvissari meðferð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem tryggir niðurgreiðslu búnaðarins og kveður jafnframt á um breytingu í þágu þeirra sem ekki geta eða

Mikilvægar breytingar í þágu sykursjúkra Read More »

Verðmætasköpun í fiski innanlands!

Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi.

Verðmætasköpun í fiski innanlands! Read More »

Nefnd um menntun og fjölgun hjúkrunarfræðinga

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um menntun hjúkrunarfræðinga og gera tillögur um aðgerðir sem leitt geta til þess að fleiri útskrifist með hjúkrunarfræðimenntun. Nefndinni er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. mars næstkomandi. Á fundi ráðherranefndar um samræmingu mála 15. ágúst síðastliðinn kynnti heilbrigðisráðherra tillögur sínar um starfshópa til

Nefnd um menntun og fjölgun hjúkrunarfræðinga Read More »

Innviðaúrbætur, tillögur stjórnvalda fyrir 1. mars

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, í framhaldi af fárviðrinu sem gekk yfir landið 10. og 11. desember, skipan starfshóps fimm ráðuneyta sem falið er að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu sem best í stakk búnir

Innviðaúrbætur, tillögur stjórnvalda fyrir 1. mars Read More »

Gripið til aðgerða í loftslagsmálum

Lofts­lagsváin er stóra málið á okkar tímum. Þegar mér var trúað fyrir því að verða umhverfis- og auðlindaráðherra setti ég loftslagsmálin í algjöran forgang, enda hafði ég í fyrra starfi mínu hjá Landvernd lengi kallað eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Þegar ég kom inn í ráðuneytið var ekki til aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum hér á landi.

Gripið til aðgerða í loftslagsmálum Read More »

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search