Search
Close this search box.

Greinar

KJ Chatham 2

Katrín hélt erindi um velsældarhagkerfi hjá Chatham House

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti fyrirlestur um velsældarhagkerfi á vegum bresku hugveitunnar Chatham House í Lundúnum í dag. Í fyrirlestrinum fjallaði forsætisráðherra um samstarf Íslands, Skotlands og Nýja-Sjálands um þróun velsældarhagkerfa til að bregðast við stærstu áskorunum samtímans: loftslagsbreytingum og vaxandi ójöfnuði. Forsætisráðherrann greindi einnig frá þróun íslenskra stjórnvalda á hagsældarmælikvörðum þar sem leitast er við …

Katrín hélt erindi um velsældarhagkerfi hjá Chatham House Read More »

Skýrsla um Hálendisþjóðgarð afhent ráðherra

Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í dag skýrslu sinni um þjóðgarð á miðhálendinu. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Í skýrslunni er lagt til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er …

Skýrsla um Hálendisþjóðgarð afhent ráðherra Read More »

Fjölbreytt þjónusta við aldraða

Árið 2019 voru 14% Íslendinga 65 ára og eldri, samanborið við 10% Íslendinga árið 1980. Spár Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, gera ráð fyrir því að árið 2050 verði 25% Íslendinga 65 ára og eldri. Hækkandi hlutfall aldraðra felur í sér áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið, en líka tækifæri til þess að hugsa hlutina upp á nýtt, gera …

Fjölbreytt þjónusta við aldraða Read More »

Tímarnir breytast og mennirnir með

Það er ýmislegt sem nútímatækni og framfarir i heilbrigðisþjónustu hafa gert til að breyta heiminum. Eitt af því er að lengja líf fólks. Við erum heilsuhraustari lengur og þar af leiðandi lengist ævikvöldið. Það er ýmislegt sem þarf að gera til að koma til móts við þetta. Eitt af því er að endurskoða ellilífeyrisaldur. Ég …

Tímarnir breytast og mennirnir með Read More »

Lofts­lags­sjóður út­hlut­ar 500 millj­ón­um á fimm árum

Stjórn­völd verja um 500 millj­ón­um króna til nýs Lofts­lags­sjóðs á fimm árum. Þar af verða 140 millj­ón­ir króna til ráðstöf­un­ar í fyrstu út­hlut­un. Opnað er fyr­ir um­sókn­ir í dag og öll­um er heim­ilt að sækja um. 500 milljónir til Loftslagssjóðs – opnað fyrir umsóknir Alls verður um 500 milljónum króna varið til Loftslagssjóðs á fimm …

Lofts­lags­sjóður út­hlut­ar 500 millj­ón­um á fimm árum Read More »

Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Framlagið kemur til viðbótar 130 milljónum króna sem ráðherra hefur ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrunar. Móttökurnar verða ætlaðar eldra fólki og einstaklingum með fjölþætt eða langvinn heilsufarsvandamál. Markmiðið …

Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land Read More »

Andrés Ingi Jónsson hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna

Andrés Ingi Jónsson hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hefur einnig tilkynnt að hann hyggist starfa sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi hefur verið þingmaður VG frá 2016. Þingflokkur VG þakkar Andrési Inga samstarfið undanfarin ár.

Rétt for­gangs­röðun

Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. …

Rétt for­gangs­röðun Read More »

Orri Páll

Orri Páll tekur sæti á Alþingi

Í dag, mánudaginn 25. nóvember tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé. Orri Páll er aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra. Orri Páll er er með B.Sc.-gráðu í vist­fræði og nátt­úru­vernd frá Líf­vís­inda­há­skóla Nor­egs (UMB), bú­fræðing­ur frá Land­búnaðar­há­skól­an­um á Hvann­eyri og stúd­ent af ný­mála­braut Mennta­skól­ans við Hamra­hlíð.  Hann hefur verið varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis …

Orri Páll tekur sæti á Alþingi Read More »

Brýnt verkefni

Það hefur lengi verið brýnt verkefni, en sennilega aldrei jafn brýnt og nú, að vinna gegn óhóflegri samþjöppun í sjávarútvegi. Í dag segja reglur til um að engin útgerð megi eiga nema 12% af kvótanum, en ég velti því fyrir mér hvort þau mörk séu ekki of há og tel að í komandi endurskoðun á …

Brýnt verkefni Read More »

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search